• Fyrir skapandi líf
  • Allar vörur

Að mála og lita í öllum regnbogans litum 

Ímyndunarafl barna á öllum aldri er stórkostlegt og okkur ber að hlúa að því eins og við getum. Með litum og málningu geta börn fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína með því að mála, lita, krota og skapa fjölbreytt og hugmyndarík verk í öllum mögulegu litum. 

Mála með fingrum

Að mála með fingramálningu getur verið eitt að því skemmtilgasta sem börn gera. Með fingramálningu fá börn tilfinningu fyrir áferðinni á málningunni og oftar en ekki kemur það betur út en að mála með bursta eða svampi. Það er svo skemmtileg upplifun að hafa ekki mörk þegar kemur að því að skapa.  

Málning

Ef þig langar að læra að blanda saman litum og skyggingum, er skemmtilegt að nota málningu. Málning býður upp á mjög marga möguleika og er vatnsmálning og akrýlmálning vinsælust. Hægt er að nota málningu til að mála á blöð, pappa og við.

Albrecht Dürer vatnslitapennar 

Vantslitapennar er ný leið til að mála með vatnslitum. Þessir hágæða pennar eru tvíodda, bjóða upp á nýja aðferð, sem er samanbland af teikningu og vantslitamálun. Mikið litarefni er í pennunum og auðvelt er að nota vatn til að þinna það út. Þessi nýja aðferð býður upp á mikinn sveigjanleika í persónulegum stíl. 

Chameleon tússlitir

Chameleon tússlitir eru fyrir lengra komna og hafa skemmtilega blekeiginleika, þar sem pennarnir eru  með blek bæði í pennanum og lokinu.Einfalt er að blanda saman litum, það eina sem þarf að gera er að skipta um lok á pennunum. Einnig framleiðir Chameleon tússliti sem getur gefið fjölmarga litatóna, eftir því hvernig litnum er beytt. Allt frá daufustu til sterkustu blæbrigða. Chameleon framleiðir einnig skemmtilega penna fyrir börn sem auveldar að blanda litum og blása með sérstökum munnúðara til að skapa listaverk.   

 

Tússlitir

Að nota tússliti getur gefið svipuð áhrif og að mála, og hægt er að ná fram mjög djúpum litum og skyggingum með því að nota nokkrar yfirferðir. Tússlitir eru góðir til að bæði skrifa með og lita,  

Posca Pennar 

Uni Posca pennar eru vatnsleysanlegir málningarpennar með mismunandi oddum, sem eru bæði lyktar og eiturefnalausir. Þeir eru varanlegir á yfirborði sem drekkur í sig raka, en hægt er að þrífa þá af yfirbroði sem er slétt og dregur ekki í sig raka, eins og gler og postulín. Hægt er að blanda litina meðan þeir eru blautir og nota ofan á hvern annan. Posca pennarnir eru sérstaklega skemmtilegir á tré, steina, leir og steypu, og geta farið á fjölbreytta málma eins og ál, járn, stál og fjölbreytt plastefni.  

Litir

Fátt minnir meira á æskuna en litir. Það besta við liti að þeir eru einfaldir og lítil fyrirhöfn í notkun. Þú þarft einfaldlega litina sjálfa og eitthvað til að lita á. Ungir listamenn vilja frekar þykka liti því þeir einfalda þeim að halda utan um þá og eru ólíklegri til að brotna.

 

Trélitir

Með blýöntum er auðvelt að skapa listaverk, án þess að það verði subbulegt. Fyrir unga listamenn erum við með tréliti með góðu gripi sem hentar þeim vel. Við bjóðum upp á gott úrval af trélitum frá viðurkenndum framleiðendum, ásamt því að vera með vörur sem eru umhverfisvænar og sjálfbærar.

Vissir þú að sumir tréblýantar eru sexhyrntir en ekki hringlaga, svo þeir renni síður í burtu þegar þú ert að nota þá.

Hér finnur þú allt sem þú þarft til að byrja að lita