Skilmálar | A4.is

Skilmálar Vefverslunar

 Almennt
Allar upplýsingar á vef A4, þmt. Birgðastaða, verð osfrv. eru birt með fyrirvara um villur. A4 áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, breyta afhendingartíma osfrv. 

Afhending vöru
Fyrirtækjaþjónusta A4 dreifir vörum til fyrirtækja á Höfuðborgarsvæðinu. Öllum öðrum pöntunum er dreift af Póstinum. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru frá Póstinum. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins. 

Skilafrestur
Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Frekari upplýsingar um skilareglur eru hér fyrir neðan.

Senda beiðni fyrir skil á vöru. 

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og/eða viðgerð í samræmi við lög um neytendaábyrgð.

Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti  gilda tilboð í Verslunum A4 ekki alltaf í vefverslun.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er birtur við pöntun vöru og fer eftir afhendingarmáta sem viðskiptavinur velur.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi Vildarklúbbs A4 kunna að nota persónuupplýsingar á borð við búsetu, aldur eða viðskiptasögu (en þessi listi er ekki tæmandi), til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima klúbbsins. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir klúbbsins geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

Varnarþing
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað. 

SKILAREGLUR

Ef skila á vöru í verslun A4 skal strax hafa samband við næsta starfsmann þegar komið er inn í verslunina. Einnig er hægt að senda vöruna með flutningsaðila í verslun A4. Kostnaður (svo sem sendingarkostnaður) við að skila vörunni er greiddur af kaupanda. 

Við vöruskil skal framvísa kassakvittun eða sýna fram á að varan sé með gjafamiða.

Seljanda er heimilt að meta hvort varan sé í söluhæfu ástandi þegar tekið er við henni aftur. Vara skal vera í upprunalegu ástandi til þess að hægt sé að skila henni, þ.e. að umbúðir og vara séu óskemmd, fylgihlutir og leiðbeiningar séu með vörunni ef um slíkt er að ræða.

Séu vöruskil innan 30 daga frá dagsetningu kassakvittunar, er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluvirði vörunnar á kassakvittun. Það sama á við ef vöru er skilað einungis með gjafamiða og án kassakvittunar. Inneignarnóta gildir í tvö ár frá útgáfudegi hennar gegn framvísun frumrits. Ekki er hægt að reikningsfæra eða skuldajafna inneignarnótu. Óheimilt er að skipta inneignarnótu í gjafakort. Um vöruskil af vöru sem keypt er í netverslun gildir að kaupandi á rétt á endurgreiðslu innan 14 daga frá kaupum.

Ef mismunur á verði vöru sem keypt er og áður útgefinnar inneignarnótu er meiri en 1.000 kr. er gefin út ný inneignarnóta fyrir eftirstöðvunum.

Starfsmönnum er heimilt að neita móttöku skilavöru og endurgreiðslu á vöru ef kassakvittun er ekki framvísað. Sé ekki unnt að framvísa sölukvittun við skil á vöru en varan sé með gjafamiða er starfsmanni A4 heimilt að taka á móti vörunni gegn útgáfu inneignarnótu og gilda þá sömu reglur og almennt um skil.

Skil á vörum sem keyptar eru í gegnum viðskiptareikning eru kreditfærð á viðkomandi viðskiptareikning.

Rafbókum og öðrum rafrænum vörum er ekki hægt að skila. 

Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Á skiptibókamarkaði A4 með námsbækur, er tekið á móti notuðum námsbókum sem sannarlega eru kenndar samkvæmt námsskrá framhaldsskóla gegn útgáfu inneignarnótu. Heimilt er að synja um móttöku á skiptibókum í einstökum verslunum A4 ef þar er fyrir of mikið magn sama bókatitils. A4 hefur staðla sem stuðst er við þegar metið er verðmæti skiptibóka og hvort A4 tekur við bókum til endursölu. Ef A4 telur bók ekki standast staðla okkar er starfsfólki A4 heimilt að neita að taka bækur til endursölu.