Húsgögn | A4.is

Húsgögn - verkefni og fréttir

Lintex - Nútímaleg hönnun

Húsgögn

LINTEX er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1983 í Nybro í Svíþjóð, svæði sem þekkt er fyrir hugvit og handverk úr gleri. Fyrirtækið framleiðir töflur fyrir skrifstofur, skóla, vinnustaði og fundarstaði. Það sem greinir LINTEX frá flestum framleiðendum á þessu sviði er hins vegar nálgun þeirra að hönnun og virkni. Þar sækir LINTEX í kjarna skandinavískrar hönnunar; góða virkni og ekki síður að virknin sé falleg. Falleg hönnun er ekki það sem flestir tengja við þegar hugsað er um töflur. LINTEX hefur breytt þessu, með það að markmiði að koma á óvart og ögra ímyndinni um hvernig tafla á að líta út.

Garbo & Grace frá Johanson

A4 Húsgögn

Grace og Garbo sækja innblástur frá hönnunartímum Art Deco og Bauhaus, sem veitir húsgögnunum sögulegan grunn í nútímalegri hönnun. Grace og Garbo leggur einnig áherslu á nýstárlega hönnun. Byrjandi á handteiknuðum skissum, færði Alexander Lervik sig yfir í að nota gervigreind í fyrsta skipti til að búa til þrívíddarlíkön byggð á hugmyndum hans. Módelin voru síðan fínpússuð til að ná fullkomnu jafnvægi milli forms og virkni.

Sketch frá Johanson

A4 Húsgögn

Sería sem var upphaflega framleidd til að marka formennsku Svíþjóðar í Evrópusambandinu árið 2023. Á þeim tíma var serían hluti af uppsetningu í Brussel sem gekk undir nafninu The Yellow Thread. Nú, eftir að hafa verið kynnt á Stockholm Design Week 2024, er línan tilbúinn fyrir markaðssetningu. Fyrir þessa nýju útgáfu, hefur verið gengið verulega lengra í þróun til að skapa sveigjanlegar einingasætalausnir fyrir almenning. Umbætur hafa verið gerar hvað varðar þægindi, stærðir og íhluti sem notaðir eru til að tengja saman einstakar einingar til að mynda hægindastóla, sófa og bekki.