Húsgögn | A4.is

Húsgögn

A4 aðili að rammasamningi ríkisins

Húsgögn

Nýlega tók gildi nýr rammasamningur ríkisins varðandi húsgagnakaup.  Við erum ákaflega stolt af því að samningar skyldu nást þar sem uppfylla þurfti afar ströng skilyrði og er það mikil viðurkenning á því hversu vandaðar vörur og breitt úrval við höfum upp á að bjóða.

Lintex - Nútímaleg hönnun

Húsgögn

LINTEX er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1983 í Nybro í Svíþjóð, svæði sem þekkt er fyrir hugvit og handverk úr gleri. Fyrirtækið framleiðir töflur fyrir skrifstofur, skóla, vinnustaði og fundarstaði. Það sem greinir LINTEX frá flestum framleiðendum á þessu sviði er hins vegar nálgun þeirra að hönnun og virkni. Þar sækir LINTEX í kjarna skandinavískrar hönnunar; góða virkni og ekki síður að virknin sé falleg. Falleg hönnun er ekki það sem flestir tengja við þegar hugsað er um töflur. LINTEX hefur breytt þessu, með það að markmiði að koma á óvart og ögra ímyndinni um hvernig tafla á að líta út.

HomeFit frá Eromesmarko

Húsgögn

HomeFit frá Eromesmarko. Ertu að vinna að Heiman? Þig langar, en aðstaðan við matarborðið er ekki góð fyrir bakið á þér. Og þú hefur ekki pláss fyrir auka skrifborð heldur. Það mun allt breytast til hins betra með HomeFit heima skrifstofunni. Á einu augnabliki breytist þessi fyrirferðalitli skápur í upphækkanlegt skrifborð.

Outlet

Húsgögn

Hér finnur þú lista af húsgögnum sem eru á outlet hjá okkur.

Steelcase Karman stóll

Húsgögn

Hallaðu þér aftur í stólnum og láttu eðlisfræðina vinna vinnuna sína. Með einstæðu netabaki og -sæti ásamt ótrúlega mjúkum ramma, gengur Steelcase Karman lengra en flestir aðrir stólar og veitir áreynslulaus þægindi og vinnuvistvænan stuðning. Stóllinn er aðeins 13 kíló að þyngd sem gerir hann að einum þeim léttasta sem í boði er.

Arka Loungechair frá Stolab

Húsgögn

Arka Loungechair frá Stolab. Árið 1955 hannaði Yngve Ekström stól fyrir Stolab sem fékk nafnið Arka. Nafnið er skýrskotun í bogadregnu göngugötur Rómar til forna. Þar sem háar súlur báru boga eftir boga sín á milli.

Lockers Frá Cube

Húsgögn

Lockers frá Cube. Lockers munaskáparnir frá Cube eru til í mörgum stærðum og gerðum. Spónarskápar með laminate áferð og ótrúlegt úrval lita. Nokkrar gerðir af læsingum í boði. Skáparnir frá Cube eru með 10 ára ábyrgð.

Steelcase Series 2

Húsgögn

Steelcase Series 2. Nýjasti stóllinn frá Steelcase er Series 2 stóllinn. Stólinn er hægt að fá í nokkrum útfærslum. Með eða án arma. Opið eða lokað bak. Með höfuðpúða eða án. Með fóthring eða án.

Foureating Frá Four Design

Húsgögn

FourEating frá Four Design. FourEating borðið er með samanfellanlegum fótum sem auðveldar frágang. Hægt er að fá vagn undir borðin sem ber 10 borð. Hönnuð fyrir matsali og mötuneyti en sóma sér vel hvar sem er.

Atticus Lounge Frá Johansonndesign

Húsgögn