• Fyrir skapandi líf
  • Allar vörur

A4 Húsgögn

Sýningarsalurinn okkar í Skeifunni tekur vel á móti þér.  Þar er að finna fjölbreytt sýnishorn skrifstofuhúsgagna frá nokkrum af fremstu birgjum heims og tilvalið að kynna sér úrvalið. Sérfræðingar okkar eru svo ávallt á staðnum til skrafs og ráðagerða varðandi það hvaða lausnir uppfylla best þarfir þíns fyrirtækis.

Opnunartími húsgagnasalarins er milli 9 og 17 alla virka daga. Hlökkum til að sjá þig.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið husgogn@a4.is og í síma 580-0085.

 

Dæmi um verkefnin okkar

Herkastalinn

Nýlegar höfuðstöðvar Hjálræðishersins á Íslandi hafa vakið athygli fyrir eftirtektarvert útlit. Þar er yfirstjórn samtakanna staðsett auk þess sem þar fer fram fjölbreytt starfsemi eins og samkomur, ýmiskonar velferðarþjónusta og veitingarekstur. Fjöldi gesta í húsinu er mjög breytilegur og því þurfa rýmin að búa yfir mikilli rýmd og sveigjanleika. Teiknistofan Tröð leitaði til okkar varðandi húsgögn sem uppfylltu þarfir þessa glæsilega húsnæðis og útkoman er svo sannarlega glæsileg.

Droplaugarstaðir

Kliður og hávaði var vandamál í matsalnum á Droplaugarstöðum. Forsvarsmenn leitur til sérfræðinga A4 húsgagna sem lögðu til þá lausn að klæða stóran veggflöt í miðjum salnum með Kite, hljóðdempandi einingum frá EFG. Einingarnar eru auðveldar í uppsetningu en þær eru festar með frönskum rennilás á veggplötu. Á Droplaugarstöðum var notast við litapallettu hjúkrunarheimilisins en einfalt er að losa flekana og snúa þeim til að skipta um mynstur. Kite einingarnar koma í nokkrum stærðum og ýmsum regnbogans litum auk þess sem hægt er að hafa þær tvílitar.

Háskólinn í Reykjavík

Kennararými Háskólans í Reykjavík er glæsilegt, margnota rými þar sem starfsfólk á stund milli stríða í erli dagsins. Þar eru einnig haldnir fundir, fyrirlestrar og aðrar samkomur. Einstakur arkitektúr hússins fær að njóta sín og sérstök áhersla var lögð á þægindi og einfaldleika húsgagnanna. Húsgögnin koma frá EFG og heildarsvipur rýmisins er tryggður með því að velja samskonar áklæði á húsgögn úr mismunandi línum. Allir fætur voru sprautaðir svartir og öll bólstruð húsgögn voru klædd með Canvas áklæði frá Kvadrat í tveimur gráum litum. Útkoman er bæði falleg og praktísk.

Sveinatunga

Sveinatunga, fjölnota fundarsalur bæjarstjórnar Garðabæjar, vekur strax athygli gesta fyrir praktíska, sveigjanlega hönnun sem á sama tíma er einkar glæsileg. Veggir eru færanlegir og þannig er hægt að sameina herbergi þegar halda þarf stærri fundi og kynningar. Yrki arkitektar hlutu 1. verðlaun í hönnunarsamkeppni sem sneri að breytingum á þessu húsnæði þannig að það nýttist sem fundaraðstaða, samkomustaður og sýningarrými fyrir bæjarskrifstofur Garðabæjar. Stólarnir frá A4 setja svo punktinn yfir i-ið og sjá til þess að vel fari um fundargesti.

Biskupsstofa

Nýjar höfuðstöðvar Biskupsstofu taka svo sannarlega tillit til þarfa starfsfólks varðandi næðismiðaðar starfsstöðvar og hlýleika. Húsgögn frá A4 leika þar lykilhlutverk og skapa fallega umgjörð. Sesselja Thorberg hjá Fröken Fix Hönnunarstudio hannaði rýmið og lagði mikla áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft þar sem starfsfólk og gestir fengju strax á tilfinninguna að þeim væri tekið opnum örmum. Fundarrrými og svæði þar sem starfsfólk getur skipt um umhverfi spila að auki stóra rullu í hönnuninni. Sesselja var ánægð með samstarfið við A4 en hún segir það hafa einkennst af þjónustulund og sveigjanleika, auk þess sem vandaðir birgjar og fjölbreytt úrval lausna hafi auðveldað verkið.

Askja

Askja, náttúrufræðahús Háskóla Íslands, er glæsileg bygging sem var vígð vorið 2004. Húsið var á sínum tíma bylting fyrir nema í líf- og jarðvísindum og gegnir mikilvægu hlutverki í háskólasamfélaginu. Í byggingunni er stærsti gluggi landsins sem setur svo sannarlega svip á umhverfið, gerir það vistlegt og vefur það birtu. Nú hefur önnur bylting átt sér stað í Öskju því aðstaða nemenda og starfsfólks hefur verið bætt enn frekar með húsögnum frá A4. Þannig hefur lesrými meistaranema verið uppfært ásamt almennum vinnurýmum í húsinu. Að auki var hluti húsgagna í opnum rýmum uppfærður til að auka þægindi og hlýleika fyrir gesti og gangandi.

 

Hafðu samband við okkur

Við verjum að jafnaði einum þriðja dagsins á skrifstofunni og því er rétt andrúmsloft á vinnustað lykilþáttur þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks. Vandað vinnurými með hágæða skrifstofuhúsgögnum er lykilþáttur í því að búa til réttar vinnuaðstæður. Skapandi andrúmsloft þar sem hugmyndirnar flæða og vinnan verður leikur einn.

Hvort sem það er góð hljóðvist og birta, rétt líkamsstaða eða pláss til að eiga stund í góðu næði þá er nauðsynlegt að velja lausnir sem skapa aðstæður fyrir þægindi og afslappað andrúmsloft. Slíkar aðstæður leiða svo aftur af sér minna stress, betri líðan hjá starfsfólki og þar af leiðandi bættt vinnuframlag.

Áherslu á opin vinnurými fylgir svo þörfin á því að skipuleggja rýmið þannig að hægt sé að taka símtöl í friði, eiga stutt samtöl við vinnufélaga eða taka sér stundarhvíld án þess að vinnufriði sér stefnt í hættu. Þar kemur sérfræðiþekking og ráðgjöf okkar þrautreynda starfsfólks til skjalanna ásamt samstarfi við nokkra af fremstu birgjum heims á sviði skrifstofuhúsgagna. Með náinni samvinnu við þig, þar sem þarfir þíns fyrirtækis eru í forgrunni, tryggja ráðgjafar okkar að við finnum þær lausnir sem henta best þegar kemur að uppsetningu skrifstofurýmisins. Hafðu samband við sérfræðinga okkar og saman finnum við út hvað hentar þínu fyrirtæki best.

Sigurveig
Sigurveig Ágústsdóttir
sölustjóri
s: 5800085
sigurveig@a4.is
Rakel Hafberg
Rakel Hafberg 
söluráðgjafi / arkitekt
s: 5800085
rakelhafberg@a4.is
Árni
Árni Galdur Einarsson
söluráðgjafi
s: 5800085
arnigaldur@a4.is
team husgögn

Húsgagnadeild A4 býður fjölbreytt úrval hágæða húsgagna og sniðugra lausna fyrir nútíma vinnurými. Huga þarf að vellíðan starfsfólks og skapandi andrúmslofti. Sjá frétt

 Okkar helstu samstarfsaðilar

Smelltu á merkið til að skoða samstarfsaðila okkar betur