Fréttir | A4.is

Fréttir

Framstilingavörur

Kynning

Við bjóðum úrval af vönduðum vörum til að koma upplýsingum á framfæri á snyrtilegan og einfaldan hátt. Þær er bæði hægt að fá á standi og til að festa á vegg og henta sérlega vel t.d. á þjónustuborð, í móttöku hótela og á veitingastaði. Kíktu á úrvalið hjá okkur.

Eyrnatappar

Verndaðu heyrnina þína

Vissir þú að heyrnartap er óafturkræft? Við bjóðum upp á frábært úrval vandaðra eyrnatappa frá Alpine sem henta til dæmis fyrir tónleikana, mótorhjólarúntinn, verksmiðjuvinnuna, ferðalagið, íþróttaleikinn, flugeldasýninguna og jafnvel sundferðina því fyrirtækið framleiðir einnig vatnshelda eyrnatappa.

Mottumars

Minnisbók í Mottumars

Við hjá A4 látum ekki okkar eftir liggja í Mottumars og seljum fallega og vandaða minnisbók í stærð A5 í tilefni átaksins en 20% af söluandvirði bókarinnar renna til Krabbameinsfélagsins. Á síðasta ári söfnuðum við ríflega 900 þúsund krónum í átakinu, sem hefði ekki verið hægt án okkar dyggu og góðu viðskiptavina.

Skjásíur

Skjásíur vernda augun - og tölvuskjáinn

Njóttu þess að sitja við tölvuskjáinn, laus við augnþreytu og áhyggjur af því að forvitin augu sjái eitthvað sem er ekki ætlað þeim. Skjásía er ómissandi fyrir opna vinnurýmið, heimaskrifstofuna og þig! Það er auðvelt að setja hana upp og taka hana niður ef þess gerist þörf.

Exacompta

Vandaðar vörur sem halda skipulaginu í toppmálum

Það var árið 1928 sem Exacompta var sett á laggirnar í París í Frakklandi og hóf framleiðslu á vönduðum, handgerðum skrifstofuvörum. Í fyrstu lagði fyrirtækið áherslu á að framleiða höfuðbækur, fyrir bókhald fyrst og fremst, en með tímanum tóku fleiri vörur að bætast við. Í dag er vöruúrvalið gífurlega fjölbreytt og þekkt um alla Evrópu. Áhersla hefur verið lögð á vörur fyrir skipulag og stjórnun, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, og má þar nefna bréfabindi, teygjumöppur, tímaritabox, albúm undir frímerki, kóramöppur, klemmur og teiknibólur og margt, margt fleira. Með vörunum frá Exacompta er auðvelt að hafa skipulagið í toppmálum.

MOB

vörur hannaðar fyrir litlu og stóru börnin

Mobility on Board vörumerkið, MOB, kom fram á sjónarsviðið árið 2014 með það að markmiði að gera hátæknivörur skemmtilegri og meira skapandi. MOB býður upp á gott úrval af flottum tæknivörum eins og t.d. hátölurum, lömpum/ljósum, hleðslubönkum og vekjaraklukkum. Vörurnar eru í stöðugri þróun og einstakar í sínum flokki enda njóta þær mikilla vinsælda víða um heim, bæði hjá börnum og fullorðnum.

Njótum samverunnar!

Vetrarfríið er framundan

Nú er vetrarfrí framundan í mörgum grunnskólum landsins og fjölskyldur að njóta samverustundanna. Það er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs í fríinu, bæði inni og úti, en við tókum saman nokkrar hugmyndir að því sem hægt er að gera með börnunum innandyra.

Öskudagur

Andlitsmálning, hársprey og fleira

Hvað ætlar þú að vera á öskudaginn? Við eigum mikið úrval af andlitsmálningu, hárspreyi og fleiru sem þarf til að setja punktinn yfir i-ið á öskudagsbúningnum.

Vörutalning í verslunum

Febrúar

Næstu daga fer fram vörutalning í verslunum okkar um allt land og því verður opnunartími skertur. Lestu meira til að vita um dagsetningar og tíma.

Kolefnisjafnaður pappír

Fréttir

Multicopy Zero er kolefnisjafnaður úrvalspappír fyrir alla prentara og ljósritunarvélar. Með því að velja Multicopy Zero stuðlarðu að því að uppfylla sjálfbærnimarkmið þín og hjálpar til við að bjarga jörðinni, blað fyrir blað, án þess að skerða útkomuna.