Fréttir | A4.is

Fréttir

Ný verslun í Hafnarfirði

Fjörðurinn

Við erum spennt að tilkynna að verslun okkar hefur flutt! Nú finnur þú okkur í Firðinum í Hafnarfirði, en við höfum lokað eldri staðsetningu okkar í Helluhrauni. Flutningarnir hafa verið einstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. Með þessari breytingu stækkum við verslunina og getum boðið upp á enn betra og fjölbreyttara úrval af vörum fyrir okkar frábæru viðskiptavini. Við viljum jafnframt færa starfsfólki okkar innilegar þakkir fyrir ómetanlegt starf við uppsetningu og undirbúning – án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt. 🛍️ Verið hjartanlega velkomin í Firðinn – við hlökkum til að taka á móti ykkur!

Sjálfbærnidagbókin 2026

A4 Fyrirtækjaþjónusta

Sjálfbærnidagbókin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hún sameinar hefðbundið skipulag með vikulegum fróðleiksmolum og verkefnum sem efla sjálfbærnivitund í daglegu lífi. Þetta er dagbókin fyrir þá sem vilja halda utan um daginn sinn á hagnýtan hátt – en líka leggja sitt af mörkum til sjálfbærari framtíðar.

A4 afhenti Samhjálp styrk upp á 2,2 millj. kr.

Fréttir

Vilhjálmur Sturla, framkvæmdarstjóri sölusviðs A4, afhenti Söndru, verkefnastjóra Samhjálpar, á dögunum afraksturinn af sölu Snjókornsins sem selt var í verslunum A4 fyrir jólin. Snjókornið var unnið úr plasti sem til féll hjá fyrirtækinu og var hugmyndin sú að hægt væri að nýta það sem pakkaskraut, til að hengja á jólatré eða á grein eða í glugga eins og óróa. Snjókorn varð fyrir valinu þar sem ekkert snjókorn er eins, rétt eins og hver einstaklingur er einstakur.