Fréttir
Gerum heimanámið skemmtilegt!
Heimanámið þarf ekki að vera kvöl og pína! Hér eru nokkur atriði sem hafa reynst okkur hjá A4 vel þegar kemur að því að aðstoða börnin við heimanámið.
Heyrnartól
Kynning
Happy Plugs Play eru þráðlaus heyrnartól og hönnuð með þægindi, öryggi og gæði í huga fyrir unga notendur. Hægt er að tengja tvö við sama skjá þannig að tveir geta til dæmis horft saman á bíómynd eða þátt í spjaldtölvunni eða símanum. Það þarf því ekki að rífast neitt heldur er einfaldlega hægt að horfa saman - sem er hreinasta snilld.
Pilot Pennar
Vörukynning
Nú er komin glæný og flott útgáfa af FriXion pennunum þar sem NARUTO SHIPPUDEN er í aðalhlutverki með þremur söguhetjum. Hvort sem þú ert aðdáandi Naruto, Sasuke eða Kakashi ættirðu ekki að láta þessa einstöku útgáfu framhjá þér fara.
Öryggi og skemmtun í fyrirrúmi
Börn, stór og smá, nota sífellt meira spjaldtölvur og snjalltæki og það er mikilvægt að hafa réttu aukahlutina til að tryggja öryggi þeirra; bæði barnanna og tækjanna. KidsCover framleiðir heyrnartól og hlífar fyrir spjaldtölvur sem sameina öryggi og skemmtun á einstakan hátt.
Skóladagbækur 2024-25
Vörukynning
Við bjóðum upp á fallegar og stílhreinar skóladagbækur fyrir skólaárið 2024-25, með einni viku á opnu og dagsetningu hvers dags. Íslenskir hátíðisdagar og frídagar eru merktir inn. Fremst er yfirlit yfir hvern mánuð og aftast eru línustrikaðar síður þar sem hægt er að skrifa minnispunkta.
Ný verslun A4 í Reykjanesbæ
A4 hefur opnað nýja og glæsilega verslun í Reykjanesbæ. Verslunin er staðsett í miðbænum, við helstu verslunargötu bæjarins, Hafnargötu 27a. Nýja verslun A4 í Reykjanesbæ er sú áttunda í röðinni en utan höfuðborgarsvæðisins rekur fyrirtækið meðal annars verslanir á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.
Umhverfisvænar vörur
Vörukynning
Snopake eru hágæðavörur þar sem áhersla er lögð á gæði, hagkvæmni, nákvæmni, endingu og áreiðanleika. Nú hefur fyrirtækið sett nýja línu á markaðinn, Snopake ReBorn, sem segja má að séu vörur sem eru endurfæddar, eins og nafnið gefur til kynna, þar sem 100% endurunnin og endurvinnanleg efni eru notuð við framleiðsluna.
Rexel
Tætarar
Pappírstætararnir frá Rexel eru hannaðir til að gera vinnuna einfaldari, auðveldari og hraðvirkari. Hvort sem ætlunin er að nota tætara heima fyrir eða á vinnustað hefur Rexel það sem leitað er að. Hægt er að fá tætarana í ýmsum stærðum og gerðum, allt eftir því hvað hentar þér og þínum þörfum.
Ný og endurbætt verslun
Egilsstaðir
Nýverið lukum við endurbótum á verslun okkar á Egilsstöðum sem óhætt er að segja að sé nú orðin hin glæsilegasta. Framkvæmdir tóku um sex vikur og var allt kapp lagt á að ljúka þeim hratt og örugglega svo viðskiptavinir okkar myndu verða fyrir sem minnstum óþægindum.
Kolefnisjafnaður pappír
Fréttir
Multicopy Zero er kolefnisjafnaður úrvalspappír fyrir alla prentara og ljósritunarvélar. Með því að velja Multicopy Zero stuðlarðu að því að uppfylla sjálfbærnimarkmið þín og hjálpar til við að bjarga jörðinni, blað fyrir blað, án þess að skerða útkomuna.