Fréttir | A4.is

Fréttir

A4 afhenti Samhjálp styrk upp á 2,2 millj. kr.

Fréttir

Vilhjálmur Sturla, framkvæmdarstjóri sölusviðs A4, afhenti Söndru, verkefnastjóra Samhjálpar, á dögunum afraksturinn af sölu Snjókornsins sem selt var í verslunum A4 fyrir jólin. Snjókornið var unnið úr plasti sem til féll hjá fyrirtækinu og var hugmyndin sú að hægt væri að nýta það sem pakkaskraut, til að hengja á jólatré eða á grein eða í glugga eins og óróa. Snjókorn varð fyrir valinu þar sem ekkert snjókorn er eins, rétt eins og hver einstaklingur er einstakur.

Pilot Pennar

Vörukynning

Nú er komin glæný og flott útgáfa af FriXion pennunum þar sem NARUTO SHIPPUDEN er í aðalhlutverki með þremur söguhetjum. Hvort sem þú ert aðdáandi Naruto, Sasuke eða Kakashi ættirðu ekki að láta þessa einstöku útgáfu framhjá þér fara.

Ánægðustu viðskiptavinir 2024

Íslenska ánægjuvogin

Það er okkur heiður og ánægja að segja frá því að við hlutum Gyllta merki Íslensku ánægjuvogarinnar í flokki ritfangaverslana, sem þýðir að við getum með sanni sagt að við eigum ánægðustu viðskiptavinina!