Fréttir
Bókatíðindi 2024 eru komin út
Fréttir
Það getur verið erfitt að hafa yfirsýn yfir allan þann fjölda af bókum sem eru að koma út fyrir jólin eða þær fjölmörgu bækur sem hafa komið út fyrr á árinu. Bókatíðindi 2024 eru kærkomin leið til að einfalda málið, hvort sem verið er að leita að bók í jólapakkann eða finna hugmyndir að næsta lesefni fyrir þig eða bókaklúbbinn til dæmis. Þú færð ókeypis eintak af Bókatíðindum í næstu verslun okkar.
Gerum heimanámið skemmtilegt!
Það er leikur að læra
Heimanámið þarf ekki að vera kvöl og pína! Hér eru nokkur atriði sem hafa reynst okkur hjá A4 vel þegar kemur að því að aðstoða börnin við heimanámið.
Ótrúleg ferðasaga Proxis-tösku
Lét ekki á sjá eftir fall úr u.þ.b. 40.000 metra hæð
Samsonite hefur lengi verið þekkt fyrir að fara óhefðbundnar og spennandi leiðir þegar kemur að vöruþróun og gæðaprófunum. Nú hefur fyrirtækið slegið algjört met með því að senda Proxis-ferðatösku út í geim og láta hana falla þaðan til jarðar til að sjá hvort hún myndi þola álagið.
Njótum samverunnar!
Vetrarfríið er framundan
Nú er vetrarfrí framundan í mörgum grunnskólum landsins og fjölskyldur að njóta samverustundanna. Það er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs í fríinu, bæði inni og úti, en við tókum saman nokkrar hugmyndir að því sem hægt er að gera með börnunum innandyra.
Pilot Pennar
Vörukynning
Nú er komin glæný og flott útgáfa af FriXion pennunum þar sem NARUTO SHIPPUDEN er í aðalhlutverki með þremur söguhetjum. Hvort sem þú ert aðdáandi Naruto, Sasuke eða Kakashi ættirðu ekki að láta þessa einstöku útgáfu framhjá þér fara.
Öryggi og skemmtun í fyrirrúmi
Börn, stór og smá, nota sífellt meira spjaldtölvur og snjalltæki og það er mikilvægt að hafa réttu aukahlutina til að tryggja öryggi þeirra; bæði barnanna og tækjanna. KidsCover framleiðir heyrnartól og hlífar fyrir spjaldtölvur sem sameina öryggi og skemmtun á einstakan hátt.
Skóladagbækur 2024-25
Vörukynning
Við bjóðum upp á fallegar og stílhreinar skóladagbækur fyrir skólaárið 2024-25, með einni viku á opnu og dagsetningu hvers dags. Íslenskir hátíðisdagar og frídagar eru merktir inn. Fremst er yfirlit yfir hvern mánuð og aftast eru línustrikaðar síður þar sem hægt er að skrifa minnispunkta.
Ný verslun A4 í Reykjanesbæ
A4 hefur opnað nýja og glæsilega verslun í Reykjanesbæ. Verslunin er staðsett í miðbænum, við helstu verslunargötu bæjarins, Hafnargötu 27a. Nýja verslun A4 í Reykjanesbæ er sú áttunda í röðinni en utan höfuðborgarsvæðisins rekur fyrirtækið meðal annars verslanir á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.
Umhverfisvænar vörur
Vörukynning
Snopake eru hágæðavörur þar sem áhersla er lögð á gæði, hagkvæmni, nákvæmni, endingu og áreiðanleika. Nú hefur fyrirtækið sett nýja línu á markaðinn, Snopake ReBorn, sem segja má að séu vörur sem eru endurfæddar, eins og nafnið gefur til kynna, þar sem 100% endurunnin og endurvinnanleg efni eru notuð við framleiðsluna.
Rexel
Tætarar
Pappírstætararnir frá Rexel eru hannaðir til að gera vinnuna einfaldari, auðveldari og hraðvirkari. Hvort sem ætlunin er að nota tætara heima fyrir eða á vinnustað hefur Rexel það sem leitað er að. Hægt er að fá tætarana í ýmsum stærðum og gerðum, allt eftir því hvað hentar þér og þínum þörfum.