Skiptibókamarkaður | A4.is

Skiptibókamarkaður

A4 tekur á móti notuðum bókum allt árið í öllum verslunum fyrirtækisins gegn inneignarnótu. Í verslunum A4 Skeifunni og Egilsstöðum er rekinn skiptibókamarkaður allt árið. Í verslunum A4 á Akureyri og Selfossi er opinn skiptibókamarkaður í anna skiptum.

Ekki er hægt að kaupa skiptibækur í vefverslun vegna þess hve lagerstaða breytist ört

Á skiptibókamarkaði A4 með námsbækur, er tekið á móti notuðum námsbókum sem sannarlega eru kenndar samkvæmt námsskrá framhaldsskóla gegn útgáfu inneignarnótu. Heimilt er að synja um móttöku á skiptibókum í einstökum verslunum A4 ef þar er fyrir of mikið magn sama bókatitils. A4 hefur staðla sem stuðst er við þegar metið er verðmæti skiptibóka og hvort A4 tekur við bókum til endursölu. Ef A4 telur bók ekki standast staðla okkar er starfsfólki A4 heimilt að neita að taka bækur til endursölu. 

Skiptibók þarf að vera í þannig ástandi að hún sé söluhæf:

  • Ekki sóðaleg, rifin eða með lausum blaðsíðum.
  • Geisladiskar verða að fylgja bókum þar sem við á.
  • Bókin verður að vera á skrá hjá A4.
  • Verkefnabækur verða að vera með óleystum verkefnum.
  • Við tökum ekki við bókum sem búið er að skrifa í með penna.
  • Við tökum ekki við bókum sem eru hættar í kennslu. 
  • Við tökum ekki á móti bókasafnsbókum

Starfsmanni A4 er heimilt að neita móttöku bókar ef hann telur bókina ekki standast þær gæðakröfur sem við gerum til skiptibóka.