
Ferðatöskur - af öllum stærðum og gerðum

Flestir elska að ferðast, hvort sem er innanlands eða erlendis. Oftast þurfum við ferðatöskur í ferðalagið og það getur verið vandasamt að velja rétta tösku. Stundum nægir að ferðast með handfarangur á meðan sum ferðalög kalla á stóra ferðatösku sem rúmar allt milli himins og jarðar.
A4 býður upp á úrval af ferðatöskum fyrir ferðalög framtíðarinnar; stórar ferðatöskur, töskur í handfarangur, bakpoka, töskur fyrir börn, mjúkar ferðatöskur og harðskelja ferðatöskur.
Vantar þig aðstoð við að velja? Smelltu hér og við aðstoðum þig við að velja rétta ferðatöskuna.

American Tourister
American Tourister sérhæfir sig í að framleiða skemmtilegar, stílhreinar og hágæða töskur. Ferðalög eiga að vera skemmtileg og því leggur American Tourister áherslu á að gera litríkar og frumlegar ferðatöskur. Fyrirtækið er eitt það stærsta í heiminum þegar kemur að ferðatöskum og hefur þróað þær í yfir 75 ár.