Ferðatöskur og fylgihlutir
Ferðatöskur og fylgihlutir
Ferðatöskur og fylgihlutir
Ferðatöskur og fylgihlutir
Flestir elska að ferðast, hvort sem er innanlands eða utan. Öll ferðalög eiga það sameiginlegt að við þurfum ferðatöskur og það getur verið vandasamt að velja þá réttu.
Við bjóðum upp á gott úrval af ferðatöskum fyrir þitt ferðalag; stórar ferðatöskur, handfarangurstöskur, bakpoka og töskur fyrir litla ferðalanga, harðar töskur og mjúkar í mismunandi litum.
Mjúkar ferðatöskur
Mjúkar ferðatöskur
Mjúkar ferðatöskur
Mjúkar ferðatöskur
Mjúkar ferðatöskur eru yfirleitt léttari en þær hörðu og eru einnig slitsterkar og fjölbreyttar. Auðvelt er að pakka í mjúkar ferðatöskur þar sem þær gefa þér möguleika á að setja aðeins meira í þær. Auk þess er auðveldara að koma þeim fyrir í þröngum aðstæðum þar sem þær gefa meira eftir en harðar töskur.
Harðskelja ferðatöskur
Harðskelja ferðatöskur
Harðskelja ferðatöskur
Harðskelja ferðatöskur
Harðskelja töskur eru yfirleitt endingarbetri en þær mjúku og merkilega léttar. Þær eru áreiðanlegar þegar kemur að því að verja farangurinn þinn gegn hnjaski.
Harðskelja töskur
Handfarangur
Handfarangur
Handfarangur
Handfarangur
Handfarangurstöskur, sem stundum eru kallaðar flugfreyjutöskur, má yfirleitt taka með um borð í flugvélina - svo lengi sem taskan uppfyllir reglur flugfélagsins hvað handfarangur varðar. Þær eru minni en hefðbundnar ferðatöskur og koma bæði sem mjúkar og harðar. Við val á handfarangurstösku er gott að kynna sér vel hvaða stærð viðkomandi flugfélag leyfir um borð.