Umhverfisvæn húsgögn frá Vepa
Hemp stólarnir
Vepa eru með fyrstu framleiðendum í heimi að hanna safn stóla sem eru búnir til að fullu úr lífrænu efni. Við hönnun skeljarinnar er notast er við hamp sem framleiddur er í Hollandi og trjákvoða, sem eru plönturæktuð og endurvinnanleg. Þetta er eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. Það sem gerir þennan stól einstakan er að hægt er að rífa skelina niður og breyta aftur í stól án þess að bæta við öðrum efnum, aftur og aftur. Þó að stóllin sé framleiddur að öllu leyti úr lífrænu og niðurbrjótanlegu efni, þá viljum við helst ekki brjóta stólana niður. Það er sóun og óþarfi.
Hægt er að skoða og prófa Hemp stólana í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17
Wybelt kollurinn- 100% endurunnið efni
Plastic Whale
Plastic Whale er húsgagnalína sem er búin til úr endurnýttu plasti sem er veitt upp og hreinsað úr síkjum Amsterdam. Rusl og úrgangur (sem er 80% úr plasti) er stærsta ógn við lífríki sjávar og kom upp hugmynd um að hanna húsgögn sem minna á hval. Horfðu myndband frá hugmyndarvinnu og framleiðslu á Plastic Whale hér: sjá myndband