Lintex - A4 Húsgögn | A4.is

Skilrúm og töflur frá LINTEX

Skilrúm og töflur frá LINTEX

LINTEX er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1983 í Nybro í Svíþjóð, svæði sem þekkt er fyrir hugvit og handverk úr gleri. Fyrirtækið framleiðir töflur fyrir skrifstofur, skóla, vinnustaði og fundarstaði. Það sem greinir LINTEX frá flestum framleiðendum á þessu sviði er hins vegar nálgun þeirra að hönnun og virkni. Þar sækir LINTEX í kjarna skandinavískrar hönnunar; góða virkni og ekki síður að virknin sé falleg. Falleg hönnun er ekki það sem flestir tengja við þegar hugsað er um töflur. LINTEX hefur breytt þessu, með það að markmiði að koma á óvart og ögra ímyndinni um hvernig tafla á að líta út.

LINTEX FRAME

LINTEX FRAME

Frame frá Lintex er hreyfanleg magnetísk glertafla með skrifflöt báðum megin. Ávalur viðarrammi eða litaður viðarrammi með fótasetti í stíl skilgreinir vinnuflötinn og virkar sem handfang þegar taflan er færð á milli staða. Þessa vöru getur þú skoðað og prófað í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17