Bolon Rugs gólfmottur | A4.is

Bolon Rugs gólfmottur

BOLMOTT

A4 og Bolon Rugs taka höndum saman!
A4 kynnir með stolti samstarf við hið heimsfræga sænska fyrirtæki Bolon, sem hefur haslað sé völl með frábærlega endingargóðum teppum úr vinyl vafningi, og hafa nú bætt við mottum úr sama efni sem verða nú partur af vöruframboði A4.

Fjölhæfi Bolon Rug motta sameinar tæknilega og hagnýta þætti Bolon teppa með sveigjanleika mottunar.
- Sérsniðin að þínum þörfum
- Persónuleg hönnun
- Yfir 100 litir og mynstur til að velja úr
- Hægt að velja á milli 8 endalita fyrir Original úrval
- Næstum endalausir möguleikar á litasamsetningum
- Hver motta er sérframleidd eftir pöntun sem gefur þér færi á að leika með stærðir og liti (ath. að lágmarksstærð er 2m x 2m)
- Umhverfisvottanir og yfirlýsingar er hægt að útvega

Bolon Rugs gólfmottur henta vel fyrir heimili, verslanir, hótel, veitingastaði, skrifstofur, opin rými eða hvar þar sem er þörf á fallegum, notadrjúgum og endingargóðum gólfmottum.

Hönnuðirnir Patricia Urquiola og Jean Nouvel eiga sitt hvora línuna sem gefur enn meiri dýpt í úrvalið.

Framleiðandi: Bolon Svíþjóð
Ábyrgð: 1 ár gegn framleiðslugöllum

Þessa vöru getur þú skoðað og prófað í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17.

Komdu til okkar í Skeifuna 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.