Það er auðveldara en margan grunar að föndra fallegt og einstakt jólaskraut, bæði til að skreyta heima við og gleðja aðra með gjöf. Samverustundin sjálf, þegar við föndum saman með okkar nánustu, er gríðarlega dýrmæt út af fyrir sig. Allir taka sinn tíma í að búa til jólaskraut eftir sínu nefi. Hvort sem það er skakkt, beint, slétt eða krumpað, þá er það ávallt fullkomið því það minnir mann á notalega samverustund í aðdraganda jóla.

Hér neðar á síðunni eru nokkrar hugmyndir að auðveldu heimagerðu jólaskrauti. Að sjálfsögðu færðu allt í jólaföndrið hjá A4. 

Jólaföndur

Við erum með fjölbreytt úrval af jólaföndri fyrir allan aldur. Bæði stakar vörur og föndursett sem innihalda allt sem þú þarft til að föndra skemmtilegt jólaskraut.

Grunnvara í alls konar föndur

Við eigum mjög mikið úrval af grunnvöru sem hentar allt föndur, hvort sem er um jólin eða á öðrum tímum.

Perlað jóla- og pakkaskraut

Það er auðvelt að perla fallegt og persónulegt skraut á jólapakkann og á jólatréð. Heimagert pakkaskraut gleður oft jafnmikið og innihald pakkans.

Jólaföndurhugmyndir