Skapandi samvera

Það er fátt betra en skapandi samvera með þeim sem okkur þykir vænst um. Að reyna á hugann og leysa skemmtileg, fjölbreytt verkefni saman gefur lífinu svo sannarlega lit.

Þú færð allt fyrir skapandi samveru með þínu besta fólki í A4. Skoðaðu úrval af vönduðum spilum, púsli og föndri í vefverslun okkar.

 

Föndursett

Skoðaðu fjölbreytt úrval af föndursettum í vefverslun okkar. Settin koma sér vel til að veita okkur innblástur eða koma okkur af stað í upphafi.

Eins er tilvalið að blanda saman því sem finnst á heimilinu eða í náttúrunni og gefa því nýtt líf á föndurborðinu. 

 

Við mælum með..

Þegar sköpunargáfan og hugmyndarflugið fær að leika lausum hala getur herbergið fljótt orðið undirlagt listaverkum og íhlutum. Foreldrar yngri barna hafa því dásamað leikbakkann sem er frábær undir sandleirinn, málninguna, púslið og allt mögulegt. Eins getur verið gott að eiga málningarsvuntur til að hlífa fatnaði þegar listsköpunin stendur sem hæst.

Föndurhugmyndir