Pappírstætarar tryggja örugga gagnaeyðingu
Er þitt fyrirtæki með viðkvæm gögn á pappír? Stafrænt gagnaöryggi er til einskis ef starfsmenn fleygja viðkvæmum gögnum á pappír í ruslakörfur og gáma. Með pappírstætara þarf engar áhyggjur að hafa af því að óprúttnir aðilar geti komist í gögnin og yfir viðkæmar upplýsingar.
Tætarar ýta líka undir vistvænna umhverfi þar sem þeir draga úr umfangi pappírsúrgangsins og hægt er að endurvinna hann á ýmsan hátt. Einnig verður umhverfið snyrtilegra og pappírsstaflar heyra sögunni til . Þá er óneitanlega gott að geta hugsað til þess að viðkvæm gögn liggi ekki á glámbekk og að engin hætta sé á að einhver óviðkomandi geti komist yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Hvaða öryggisstig hentar þér og þínu fyrirtæki?
Mataður eða sjálfvirkur tætari?
Mataður eða sjálfvirkur tætari?
Mataður eða sjálfvirkur tætari?
Mataður eða sjálfvirkur tætari?
Hversu stóra pappírsfötu?
Hversu stóra pappírsfötu?
Hversu stóra pappírsfötu?
Hversu stóra pappírsfötu?
REXEL
Pappírstætararnir frá Rexel eru hannaðir til að gera vinnuna einfaldari, auðveldari og hraðvirkari. Hvort sem ætlunin er að nota tætara heima fyrir eða á vinnustað hefur Rexel það sem leitað er að. Hægt er að fá tætarana í ýmsum stærðum og gerðum, allt eftir því hvað hentar þér og þínum þörfum.
Við bjóðum upp á mikið úrval af vönduðum pappírstæturum og aðstoðum þig við valið. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 580 8000 eða með tölvupósti á netfangið sala@a4.is.