Ánægðustu viðskiptavinir 2024 - A4 | A4.is

Takk fyrir okkur, kæru frábæru viðskiptavinir!

A4 gullhafi Íslensku ánægjuvogarinnar í flokki ritfangaverslana 2024

 

Íslenska ánægjuvogin kynnti í dag niðurstöður mælinga á ánægju viðskiptavina meðal íslenskra fyrirtækja í fjórtán atvinnugreinum á árinu 2024. Ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er mælikvarði á ánægju viðskiptavina. Framkvæmd mælinga er  í höndum Prósent.

Það er okkur heiður og ánægja að segja frá því að við hlutum Gyllta merki Íslensku ánægjuvogarinnar í flokki ritfangaverslana, sem þýðir að við getum með sanni sagt að við eigum ánægðustu viðskiptavinina annað árið í röð!

Gyllta merkið er einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Við vorum langhæst í okkar flokki, með 70,9 stig, og erum ákaflega stolt af því.

Við erum einnig ákaflega ánægð og þakklát fyrir okkar frábæru og ánægðu viðskiptavini og einstaklega gott starfsfólk sem hefur veitt fyrsta flokks þjónustu síðastliðið ár og árin á undan og gerði þetta mögulegt. Viðurkenningin er líka mikil hvatning til að halda áfram að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu, sem okkur finnst vera það mikilvægasta í fyrirtækjarekstri, og gera sífellt betur.

Takk fyrir okkur, kæru frábæru viðskiptavinir, og takk fyrir að velja A4!