Takk fyrir okkur, kæru frábæru viðskiptavinir!
A4 efst í Íslensku ánægjuvoginni í flokki ritfangaverslana 2024
Íslenska ánægjuvogin kynnti 22. janúar 2026, niðurstöður mælinga á ánægju viðskiptavina meðal íslenskra fyrirtækja í fjórtán atvinnugreinum á árinu 2025. Ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er mælikvarði á ánægju viðskiptavina. Framkvæmd mælinga er í höndum óháða rannsóknarfyrirtækisins Prósent.
Það er okkur heiður og ánægja að segja frá því að við vorum efst í flokki ritfangaverslana.
Við erum ákaflega þakklát fyrir okkar frábæru viðskiptavini og einstaklega gott starfsfólk sem leggur fram að veita ávallt fyrsta flokks þjónustu. Viðurkenningin er mikil hvatning til að halda áfram að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu, sem okkur finnst vera það mikilvægasta í fyrirtækjarekstri, og gera sífellt betur.
Takk fyrir okkur og takk fyrir að velja A4