FRÉTTAVEITA
Nýtt og spennandi garn komið í verslanir okkar
Við höfum tekið inn tvær nýjar tegundir af garni frá Dale - STERK og PUS - sem eru frábærar viðbætur í handavinnuúrvalið okkar.
OWA
Umhverfisvæn dufthylki
Sérstaða OWA er að vera með endurvinnanleg dufthylki sem minnka umhverfisspor fyrirtækja en auk þess að vera umhverfisvæn eru dufthylkin almennt 30% ódýrari en önnur hylki á markaðinum. Eftir notkun er hægt að skila hylkjunum í verslanir okkar um allt land og við sjáum til þess að þau fari í rétta hringrás hjá OWA. Framtíðarsýn okkar er að starfsmaður frá okkur nálgist hylkin til fyrirtækja og þannig minnki umhverfisspor fyrirtækja á Íslandi.
Happy Plugs
Heyrnartól og hátalarar
Happy Plugs framleiðir notendavænar og fallegar gæðavörur sem passa inn í hvaða lífsstíl sem er og sameinar tækni, gæði og tísku á sérlega skemmtilegan og stílhreinan hátt. Smart og vönduð þráðlaus heyrnartól og hátalarar eru einkennismerki fyrirtækisins.
Mjúkar jólakúlur
Jólaföndur
Þessar mjúku jólakúlur er einfalt að föndra; þær eru fallegar á jólatréð og það er engin hætta á að þær brotni ef þær detta á gólfið sem getur hentað vel á líflegum heimilum.
A4 aðili að rammasamningi ríkisins
Húsgögn
Nýlega tók gildi nýr rammasamningur ríkisins varðandi húsgagnakaup. Við erum ákaflega stolt af því að samningar skyldu nást þar sem uppfylla þurfti afar ströng skilyrði og er það mikil viðurkenning á því hversu vandaðar vörur og breitt úrval við höfum upp á að bjóða.
Bókatíðindi 2024 eru komin út
Fréttir
Það getur verið erfitt að hafa yfirsýn yfir allan þann fjölda af bókum sem eru að koma út fyrir jólin eða þær fjölmörgu bækur sem hafa komið út fyrr á árinu. Bókatíðindi 2024 eru kærkomin leið til að einfalda málið, hvort sem verið er að leita að bók í jólapakkann eða finna hugmyndir að næsta lesefni fyrir þig eða bókaklúbbinn til dæmis. Þú færð ókeypis eintak af Bókatíðindum í næstu verslun okkar.
Gæðavörur fyrir skipulagið
Vörukynning
Exacompta er þekkt fyrir fjölbreytt úrval af gæðavörum fyrir skipulag og stjórnun, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þar má nefna við bréfabindi, minnisbækur, blaðabakka, teygjumöppur, kóramöppur og margt fleira. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á framþróun þegar kemur að hönnun og framleiðslu, enda eru tímarnir sífellt að breytast og mennirnir með. Með vörunum frá Exacompta er auðvelt að hafa skipulagið í toppmálum.
Skjásíur vernda augun - og skjáinn
Vörukynning
Njóttu þess að sitja við tölvuskjáinn, laus við augnþreytu og áhyggjur af því að forvitin augu sjái eitthvað sem er ekki ætlað þeim. Skjásía er ómissandi fyrir opna vinnurýmið, heimaskrifstofuna og þig! Það er auðvelt að setja hana upp og taka hana niður ef þess gerist þörf.
Framstillingarvörur
Vörukynning
Við bjóðum úrval af vönduðum vörum til að koma upplýsingum á framfæri á snyrtilegan og einfaldan hátt. Þær er bæði hægt að fá á standi og til að festa á vegg og henta sérlega vel t.d. á þjónustuborð, í móttöku hótela og á veitingastaði. Kíktu á úrvalið hjá okkur.