FRÉTTAVEITA
A4 afhenti Samhjálp styrk upp á 2,2 millj. kr.
Fréttir
Vilhjálmur Sturla, framkvæmdarstjóri sölusviðs A4, afhenti Söndru, verkefnastjóra Samhjálpar, á dögunum afraksturinn af sölu Snjókornsins sem selt var í verslunum A4 fyrir jólin. Snjókornið var unnið úr plasti sem til féll hjá fyrirtækinu og var hugmyndin sú að hægt væri að nýta það sem pakkaskraut, til að hengja á jólatré eða á grein eða í glugga eins og óróa. Snjókorn varð fyrir valinu þar sem ekkert snjókorn er eins, rétt eins og hver einstaklingur er einstakur.
Frixion plus
Vörukynning
Kynntu þér FriXion plus – nýju hágæða kúlupennana úr FriXion-línunni frá Pilot, vinsælustu útstrokanlegu pennum heims. Þetta er penninn sem allir vilja hafa við höndina!
Frixion Zone
Vörukynning
Kynntu þér FriXion Zone – nýju hágæða kúlupennana úr FriXion-línunni frá Pilot, vinsælustu útstrokanlegu pennum heims. Þetta er penninn sem allir vilja hafa við höndina!
Pilot Pennar
Vörukynning
Nú er komin glæný og flott útgáfa af FriXion pennunum þar sem NARUTO SHIPPUDEN er í aðalhlutverki með þremur söguhetjum. Hvort sem þú ert aðdáandi Naruto, Sasuke eða Kakashi ættirðu ekki að láta þessa einstöku útgáfu framhjá þér fara.
Vönduð raka- og lofthreinsitæki
Vörukynning
Lofthreinsitæki sér til þess að halda loftinu sem þú andar að þér hreinu og stuðlar að góðri heilsu. Tækið getur til dæmis fangað agnir á borð við frjókorn, svifryk (PM2.5), bakteríur og vírusa, myglugró og aðra ofnæmisvalda, hreinsað vonda lykt (VOC) úr loftinu og varnað því að mengunarefni berist aftur út í andrúmsloftið. Við bjóðum upp á vönduð lofthreinsitæki frá WINIX sem eru frábær fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.
Ánægðustu viðskiptavinir 2024
Íslenska ánægjuvogin
Það er okkur heiður og ánægja að segja frá því að við hlutum Gyllta merki Íslensku ánægjuvogarinnar í flokki ritfangaverslana, sem þýðir að við getum með sanni sagt að við eigum ánægðustu viðskiptavinina!
Series 1 - skrifborðsstóll eða hár vinnustóll
Húsgögn
Series 1 frá Steelcase er bæði hægt að fá sem hefðbundinn skrifborðsstól og sem háan vinnustól, sem. Stólarnir eru hannaðir út frá vinnuvistfræðilegu sjónarmiði með það að markmiði að bjóða upp á þægindi og sveigjanleika á sama tíma og þeir eru vandaðir og endingargóðir.
Steelcase Please
Húsgögn
Steelcase Please er hannaður fyrir mismunandi þarfir og veitir góðan stuðning við bæði efri og neðri svæði hryggjarins samtímis. Stóllinn hefur lengi verið einn sá vinsælasti í Evrópu, og skyldi engan undra sem hefur prófað hann.
Steelcase Karman stóll
Húsgögn
Hallaðu þér aftur í stólnum og láttu eðlisfræðina vinna vinnuna sína. Með einstæðu netabaki og -sæti ásamt ótrúlega mjúkum ramma, gengur Steelcase Karman lengra en flestir aðrir stólar og veitir áreynslulaus þægindi og vinnuvistvænan stuðning. Stóllinn er aðeins 13 kíló að þyngd sem gerir hann að einum þeim léttasta sem í boði er.
Gesture - hannaður fyrir nútímavinnuumhverfi
Húsgögn
Gesture er hannaður fyrir nútímavinnuumhverfi með hreyfingu í huga, ekki kyrrstöðu. Stóllinn lagar sig að líkamanum og hreyfingum þess sem í stólnum situr og veitir stuðning, hvort sem þú hallar þér fram eða aftur eða situr í miðju. Áður en hafist var handa við hönnun stólsins lagðist Steelcase í mikla rannsóknarvinnu til að hanna stól sem myndi henta öllum og útkoman er vægast sagt ótrúleg.