
Það er auðvelt að föndra fallegt og einstakt páskaskraut, bæði til að skreyta heima við og til að gleðja aðra. Samverustund með okkar nánustu er dýrmæt og notaleg og allir taka sinn tíma í að búa til páskaskraut eftir sínu nefi. Hvort sem það er skakkt, beint, slétt eða krumpað, þá er það ávallt fullkomið því það minnir mann á notalega samverustund í aðdraganda páska.
Hér neðar á síðunni eru nokkrar hugmyndir að auðveldu heimagerðu páskaskrauti. Að sjálfsögðu færðu allt í páskaföndrið hjá A4.

Páskaföndur tilbúin sett
Við erum með gott úrval af páksaföndri fyrir allan aldur. Bæði stakar vörur og föndursett sem innihalda allt sem þú þarft til að föndra skemmtilegt páskaskraut
Perlað páskaskraut
Það er auðvelt og skemmtilegt að perla fallegt og persónulegt páskaskraut. Það kemur sérstaklega vel út að setja greinar í vasa og hengja skrautið á greinarnar
Grunnvara í föndur
Við eigum mikið og gott úrval af grunnvöru sem hentar í allskonar föndur, hvort sem er um páska eða á öðrum tímum.


Skreytt egg
Málaðu frauðplasts egg af ýmsum stærðum og skreyttu með fjöðrum og pallíettum

Páskaungi úr gulum dúsk
- Búðu til tvo dúska í mismunandi stærð úr gulu garni. Þú getur klippt út hring úr pappa til að búa til skapalón
- Klipptu dúskana til og límdu minni dúskinn ofan á stærri dúskinn. Límdu augu á minni dúskinn
- Klipptu til uþb 2cm appelsínugulan pípuhreinsara, brjóttu til helminga og límdu á minni dúskinn sem gogg
- Mótaðu 2 hjörtu úr gulum og 2 hjörtu úr appelsínugulum pípuhreinsurum. Notaðu 10-12cm fyrir hvert hjarta. Límdu gulu hjörtun á sem vængi og appelsínugulu sem fætur. Gott er að nota límbyssu til að líma

Páskaeggjaskraut með andliti
- Límdu mynd á hvítt karton
- Klipptu út andlitið
- Teiknaðu egg á kartonið, og klipptu það óreglulega til helminga
- Límdu hálfa eggið á myndina eins og hatt
- Skreyttu eggið með glimmerlími eða litum. Þú getur líka límt fjaðrir aftan á myndina ef þig langar
- Festu lykkju úr bandi efst á eggið með lími

Páskaskraut
- Notaðu stensil til að teikna kanínu á karton í mismunandi litum og klipptu út
- Ef þú vilt málaðu doppur eða teiknaðu fallega á úrklippurnar
- Límdu litla dúska neðst á kanínuna (gott er að nota límbyssu)
- Gerðu tvö lítil göt fyrir neðan eyrun
- Þræddu þráð í gegnum eyrun á allar kanínurnar og þá er skrautið tilbúið til að hengja upp

Páskaskraut andlit
- Klipptu út andlit úr myndum og límdu andlitin á karton
- Teiknaðu kanínueyru út frá myndunum á kartoninu og klipptu svo út myndina með eyrunum áföstum
- Límdu pípuhreinsi meðfram brúnunum (best er að nota límbyssu)
- Klipptu út slaufur eða gleraugu eða annað skraut og límdu á myndina
- Að auki geturðu límt með límbyssu lítinn dúsk eða pallíettur á skrautið

Perlað páskaskraut
Perlaðu kanínur og páskaegg og skildu eftir gat fyrir eina perlu. Straujaðu perluskrautið og hafðu straupappír á milli. Þegar skrautið hefur kólnað er hægt að þræða borða í gegnum gatið og hengja það upp á greinar úr garðinum.