Garn
Garn er svo sannarlega ekki „bara“ garn. Til eru margar tegundir af garni sem búnar eru til úr mismunandi trefjum/þráðum; náttúrulegum á borð við bómull og ull, gerviefni, eins og t.d. akrýl, og hálfgerviefni, eins og viskós, sem eru unnin úr náttúrulegum efnum en búin til í verksmiðju. Miklu máli skiptir að þekkja eiginleika garnsins til að geta valið garn sem hæfir hverju verkefni fyrir sig. Grófleiki garnsins er misjafn og velja þarf prjóna eða heklunál sem hæfir garninu.
Kynntu þér úrvalið af garninu hjá okkur hér fyrir neðan eða komdu við hjá okkur í næstu A4 verslun og við aðstoðum þig við að finna það sem þú leitar að fyrir prjónana eða heklunálina.
Frábært garn í litlu verkefnin
Hannyrðavörur
Ricorumi Nilli Nilli garnið er skemmtilegt, múkt og létt flauelsgarn frá Rico Design, sérstaklega ætlað til að búa til amigurumi. Það kemur í litlum hnyklum sem er sérlega þægilegt fyrir lítil verkefni þegar einungis er þörf á litlu magni af hverjum lit.
Cotton Quick: Uni og Print
Hannyrðavörur
Cotton Quick Uni og Cotton Quick Print er vandað bómullargarn frá Gründl. Báðar tegundir hafa svipaða eiginleika en Print er sjálfmynstrandi, þ.e. það er með marglitaðri áferð svo útkoman verður skemmtilegt mynstur án nokkurrar fyrirhafnar.
Cotton Fun
Hannyrðavörur
Cotton Fun frá Gründl er hágæðagarn úr 100% bómull, slitsterkt og einstaklega þægilegt í notkun. Það hefur fallegan gljáa og er endingargott svo það hentar frábærlega í verkefni sem þurfa að þola mikla notkun.
Lerke frá Dale
Hannyrðavörur
Lerke frá Dale er hágæðablanda af merínóull og egypskri bómull þar sem einstakir eiginleikar beggja efna sameinast í fullkomnu jafnvægi. Lerke hefur í mörg ár verið vinsælt val þeirra sem hekla og prjóna, enda býður garnið upp á mýkt og þægindi og hentar í fjölmörg verkefni.
Lille Lerke
Hannyrðavörur
Lille Lerke frá Dale er mjúkt og endingargott garn; blanda af merínóull og egypskri bómull. Það hentar einstaklega vel í prjónuð og hekluð verkefni, til dæmis föt og fylgihluti fyrir bæði börn og fullorðna.
PUS garn
Hannyrðavörur
PUS frá Dale er dúnkennt, ofurmjúkt, létt og yndislegt garn úr alpakkaull sem er fullkomið í léttar flíkur á borð við klúta, trefla og ýmsa fylgihluti. Vegna þess hvað garnið er létt í sér hentar það líka vel í stærri flíkur.