Frábært garn í litlu verkefnin | A4.is

Frábært garn fyrir litlu verkefnin

Frábært garn fyrir litlu verkefnin

Ricorumi Nilli Nilli garnið er skemmtilegt, múkt og létt flauelsgarn frá Rico Design, sérstaklega ætlað til að búa til amigurumi, litlar prjónaðar eða heklaðar fígúrur.

Garnið hefur notið mikilla vinsælda enda er sérlega gaman að vinna með það og útkoman verður án efa ávallt krúttleg og falleg.

Garnið er mjúkt með mattri áferð og auðvelt í meðhöndlun, sem gerir það þess vegna fullkomið fyrir smáverkefni eins og amigurumi. Það kemur í litlum hnyklum sem er sérlega þægilegt fyrir lítil verkefni þegar einungis er þörf á litlu magni af hverjum lit.

Ricorumi Nilli Nilli

Ricorumi Nilli Nilli

100% pólýester

25 grömm, u.þ.b. 65 metrar á dokkunni

Ráðlögð prjónastærð: 3

Prjónfesta til viðmiðunar: 19 lykkjur x 40 umferðir = 10 x 10 cm

Má þvo í þvottavél við 30°C á prógrammi fyrir viðkvæman þvott, þolir væga vindingu, leggið til þerris

Ricorumi Nilli Nilli er með Oeko-Tex®-vottun, Standard 100, hefur verið prófað og er alveg laust við skaðleg efni.

Ýmsir litir í boði

Ýmsir litir í boði

Ricorumi Nilli Nilli fæst í ýmsum litum.

Þar sem það kemur í litlum hnyklum hentar það einstaklega vel í smáverkefni þar sem lítið magn af hverjum lit er notað í einu.

Á Ravelry er hægt að sjá mörg verkefni sem hafa verið prjónuð og hekluð úr Ricorumi Nilli Nilli og það er tilvalið að kíkja þangað inn til að fá skemmtilegar hugmyndir að næsta verkefni.

Svo er auðvitað um að gera að merkja myndirnar sínar með myllumerkinu #ricoruminillinilli áður en þær eru birtar á netinu til að sýna afraksturinn og gefa öðrum hugmyndir.