Cotton Fun | A4.is

Cotton Fun - litríkt og skemmtilegt

Cotton Fun - litríkt og skemmtilegt

Cotton Fun frá Gründl er hágæðagarn úr 100% bómull, slitsterkt og einstaklega þægilegt í notkun. Það hefur fallegan gljáa og er endingargott svo það hentar frábærlega í verkefni sem þurfa að þola mikla notkun.

Garnið er til dæmis mjög gott fyrir byrjendur í hekli og til að hekla skemmtileg verkefni á borð við amigurumi.

Ráðlögð prjónastærð: 3-4
Prjónfesta til viðmiðunar:
22 lykkjur x 29 umferðir = 10 x 10 cm

Nánar um garnið

Nánar um garnið

100% bómull
Mjúk, létt og endingargóð, andar vel og er niðurbrjótanleg

50 g hnykill / um 125 metrar

Þolir þvott í þvottavél, mest 40°C, leggið til þerris

Í hvaða verkefni hentar Cotton Fun?

Í hvaða verkefni hentar Cotton Fun?

Cotton Fun hentar til dæmis vel í verkefni á borð við pottaleppa, púðaver, amigurumi, tuskudýr, dúka, teppi og fleira og fleira. Það hefur fallegan gljáa og er einstaklega þægilegt í meðförum.

Garnið kemur í mörgum litum og er frábært í litríka og fjölbreytta handavinnu. Hvort sem það er hlýr barnafatnaður, glæsilegur sumartoppur eða fallegt textíl fyrir heimilið mun Cotton Fun setja punktinn yfir i-ið.