Hannyrðavörur í A4

Þú færð allt fyrir prjónaskapinn hjá okkur. Við erum með fjölbreytt úrval af garni og öðrum hannyrðavörum frá virtum framleiðendum. Kíktu í heimsókn eða skoðaðu á vefnum.

Fallegar uppskriftir

Víða er hægt að fá hugmyndir, uppskriftir og innblástur í prjónaskapinn, hvort sem það er frá öðrum prjónurum á samfélagsmiðlum, í prjónatímaritum eða annars staðar. Við mælum með vefsvæði Dale, en þar er mikið magn af fallegum uppskriftum. Hægt er að sía uppskriftirnar eftir tegund af garni, prjónaaðferð, fyrir hvern flíkin er og fleiru.

Allar uppskriftirnar frá Dale eru fríar. 

Skipuleggðu prjónadótið

Eins og margir þekkja getur prjónadótið tekið sitt pláss og því er gott að koma á skipulagi eftir eigin höfði. 

Netpokarnir hafa verið einstaklega vinsælir til þess að geyma hannyrðadót í - hér finnur þú þá.

Við erum líka með úrval fylgihluta sem gott er að eiga fyrir prjónaskapinn.

Prjónauppskriftir