• Skapandi jól
  • Allar vörur

Fyrirtækjaþjónusta A4

Mynd

Gerðu kröfu um góða þjónustu

Hjá fyrirtækjaþjónustu A4 starfa reynslumiklir söluráðgjafar sem veita faglega og persónulega ráðgjöf varðandi innkaup á á rekstar- og skrifstofuvörum fyrir fyrirtæki og stofnanir. 

Við þjónustum fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum og veitum faglega ráðgjöf varðandi skrifstofu- og rekstrarvörur.  Mikill metnaður er lagður í að veita góða og sérhæfða þjónustu.

Þarfir viðskiptavina eru ólíkar og leggjum við áherslu á að finna hag­kvæmar lausnir fyrir hvern og einn. Þú getur óskað eftir því að fá þjónustuheimsóknir frá söluráðgjöfum okkar sem aðstoða þitt fyrirtæki við að ná fram hagræðingu í innkaupum á rekstrarvörum. Við getum líka tekið að okkur að passa upp á að alltaf sé til það helsta sem þitt fyrirtæki notar af skrifstofuvörum og prenttækjum.

Með því að þekkja viðskiptavini okkar getum við aðlagað vöruframboðið í takt við þeirra þarfir. 

Reglulegar þjónustuheimsóknir

Ferlið er á þá leið að söluráðgjafi A4 greinir þarfir viðskiptavinarins, svo sem hvað þarf að vera til af skrifstofuvörum í „skápnum“ ef svo má að orði komast og hvers konar vörur henta starfseminni. Hann tryggir svo að vörurnar séu alltaf til, með því að koma reglulega á staðinn, yfirfara skápinn og fylla á það sem upp á vantar.

Þannig geta starfsmenn fyrirtækisins einbeitt sér að kjarnastarfsemi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af skrifstofuvörum. Lykillinn að ánægjulegu samstarfi okkar við viðskiptavini sem nýta sér þessa þjónustu er góð þarfagreining og heiðarleg og góð samskipti.

Vöruhýsing og dreifing 

Við bjóðum upp á hýsingu á hinum ýmsum vörum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Með hýsingu hjá okkur næst góð yfirsýn á birgðastöðu, dýrmætt pláss er sparað í eigin húsnæði og utanumhald. Mjög þægilegt er að nálgast yfirlit yfir þínar vörur á vefsvæði og auðvelt er að panta og fá þær afhentar eftir þörfum. Kjörið er að að panta skrifstofuvörur í leiðinni, ef þarf, og samnýta heimsendinguna.

Við hlustum á við­skiptavininn

Hjá A4 starfar kraft­mikill og samhentur hópur starfsmanna sem leggur áherslu á að veita viðskipta­vinum góða þjónustu. Við leggjum áhersla á að við­skiptavinir geti nálgast fyrirtækja­þjónustuna með fjölbreyttum hætti, hvort sem er í gegnum sölu­menn, verslun, síma eða vef.

Ánægður viðskiptavinur er okkar metnaður. Við erum til dæmis með söluráðgjafa menntastofnana sem sinnir alfarið grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum og annan sem sinnir leikskólum og frístundaheimilum, svo dæmi séu nefnd. Þarfir viðskiptavina okkar eru eðli málsins samkvæmt ólíkar en við svörum því með breiðu úrvali og góðri þjónustu.

Mynd