Merktir Pennar - A4 | A4.is

Merktir pennar frá Stilolinea

Merktir pennar frá Stilolinea

Viltu merkja pennana þínu fyrirtæki, gefa starfsmönnum vandaðan og eigulegan penna í tilefni af starfsafmælinu eða skilja eftir minningu um vörumerkið þitt á viðburðum, sýningum og kynningum fyrir hugsanlega viðskiptavini? Hægt er að sníða pennana að þörfum hvers og eins og setja þá saman í ýmsum litum og útgáfum.

Stilolinea – ógleymanlegir pennar

Stilolinea eru einstaklega vandaðir pennar, framleiddir á Ítalíu, og óhætt er að segja að þar fari saman falleg ítölsk hönnun, hágæðaframleiðsla og sköpunargáfa.

Stilolinea, sem var stofnað á Ítalíu árið 1972, leggur mikla áherslu á gæði, strangt framleiðslueftirlit, sjálfbærni og umhverfisvernd. Til dæmis hefur fyrirtækið innleitt sjálfbær efni eins og rPET, þar sem endurunnar plastflöskur eru notaðar í framleiðsluna og þeir viðskiptavinir sem velja penna úr sjálfbæru línunni styðja sjálfkrafa við gróðursetningu nýrra trjáa. Stilolinea er vottað í samræmi við gæðastjórnunarstuðulinn ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstuðulinn ISO 14001.

Hafðu samband við okkur í síma 580 0000 eða með tölvupósti á netfangið sala@a4.is og við aðstoðum þig við að setja saman og merkja rétta pennann fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Úr náttúrunni í náttúruna.

Úr náttúrunni í náttúruna.

PLA er 100% lífbrjótanlegt plast sem hægt er að nota í heimajarðgerð þegar því er fargað. PLA er unnið úr jurtaríkinu með myndun frumefna sem eru til staðar í plöntum sem vaxa á hverju ári og er því endurnýjanleg auðlind að öllu leyti. Auk þess hefur PLA ekki sömu óæskilegu áhrif á lífverur, eins og t.d. fugla og sjófiska, og hefðbundið plast eða lífplast sem ekki brotnar niður þar sem það er lífbrjótanlegt og brotnar niður í meltingarfærum þessara dýra.

Endurunnið efni

Endurunnið efni

Endurunnið efni frá neytendum og framleiðslufyrirtækjum, hér nýtast úr sér gengin raftæki og rafmagnsvörur. Efnið er aðgreint eftir lit en þar sem það getur komið úr mismunandi áttum er erfitt að fá bjarta, sterka og einsleita liti. Þess vegna fengum við innblástur frá pasteltónum náttúrunnar þegar við ákváðum litina fyrir endurunnu kynningarpennana okkar en þeir passa línunni einstaklega vel.

Unnið úr vatnsflöskum

Unnið úr vatnsflöskum

Gæði og glans úr fyrsta flokks efni með gljáandi satínáferð, unnið úr endurvinnanlegum vatnsflöskum. r-PET er fullkomið dæmi um hringrásarkerfi þar sem vara er framleidd úr endurunnu efni og endurnýtt aftur og aftur án þess að það komi niður á gæðum eða útliti. Með því að endurheimta PET úr notuðum plastflöskum og endurvinna það, skapast ótalmargir aðrir hlutir sem loka hringrásarhagkerfinu, þar á meðal fallegu kynningarpennarnir okkar.