Byggt í kappi við klukkuna
Make 'N' Break er stórskemmtilegt og spennandi spil fyrir unga sem aldna. Leikmenn fá tíu trékubba í mismunandi litum sem þeir eiga að raða í byggingu samkvæmt spjaldi sem þeir draga. Ekki nóg með það; þeir hafa til þess takmarkaðan tíma! Því betur sem leikmenn standa sig, því fleiri stig fá þeir.
Fyrir 8 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-4
Spilatími: 30 mínútur
Framleiðandi: Ravensburger
Hver er fljótastur að byggja?
Make 'N' Break Junior er spennandi og skemmtileg útgáfa af hinu vinsæla spili Make 'N' Break fyrir yngri leikmenn. Hér keppast leikmenn um að verða fyrstir til að ljúka við bygginguna sína úr 27 kubbum.
Fyrir 5 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-5
Spilatími: 15-20 mínútur
Framleiðandi: Ravensburger