Flokkum með glæsibrag
Endurvinnsla er mikilvæg, nú sem aldrei fyrr, og til að tryggja að hún gangi sem best fyrir sig er mikilvægt að hafa gott flokkunarkerfi á heimilinu og vinnustaðnum. Fallegar, notendavænar og vel skipulagðar flokkunartunnur hvetja fólk til að taka virkan þátt í að flokka rétt svo hægt sé að endurvinna á skilvirkan - og snyrtilegan hátt.
Cube Design er danskt húsgagnafyrirtæki sem framleiðir m.a. vandaðar og fallegar flokkunartunnur sem koma í mörgum útfærslum og hægt er að aðlaga þörfum hvers og eins. Fyrirtækið leggur sjálft mikla áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni og að vörur þess standist álag og tímans tönn.
Quadro - smart og notadrjúgar
Quadro - smart og notadrjúgar
Quadro - smart og notadrjúgar
Quadro - smart og notadrjúgar
Quadro-flokkunareiningarnar eru hugsaðar sem flokkunartunnur en auðvitað er vel hægt að nota þær sem hefðbundnar ruslafötur, eins og til dæmis í mötuneyti.
Einfaldar í þrifum og viðhaldi
Einfaldar í þrifum og viðhaldi
Einfaldar í þrifum og viðhaldi
Einfaldar í þrifum og viðhaldi
Platan er með vandaðri plasthúð sem auðveldar þrif og viðhald og hægt er að velja úr nokkrum útgáfum af plötum.
Ruslapoki er settur í grind með útdraganlegum ramma sem tryggir að úrgangurinn lendi alltaf í pokanum.
Quadro-flokkunartunnurnar koma með stöðluðum handföngum, sem eru kringlótt og innfelld en hægt er að velja úr öðrum gerðum handfanga.
Einföld flokkun
Einföld flokkun
Einföld flokkun
Einföld flokkun
Þrjú stöðluð op eru í boði á tunnunum:
Rétthyrnd fyrir pappír
Þríhyrnd fyrir málm
Kringlótt fyrir plast
Umhverfisvernd og sjálfbærni
Umhverfisvernd og sjálfbærni
Umhverfisvernd og sjálfbærni
Umhverfisvernd og sjálfbærni
Allt frá árinu 1980 hefur Cube Design lagt áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd. Fyrirtækið er með FSC® vottun sem þýðir m.a. að ekki eru felld fleiri tré en skógurinn nær að endurnýja og að dýra- og plöntulíf er verndað.
Það er einnig með ISO 14001 og EU vottun, umhverfismerki Evrópusambandsins, þar sem allur ferillinn er metinn í vottunarferlinu; umhverfisáhrif af auðlindanýtingu, framleiðsla, flutning og notkun.