Skjátaska frá Yoomi | A4.is

Töfraðu eitthvað fallegt á töskuna

Töfraðu eitthvað fallegt á töskuna

Vertu með sérsniðin skilaboð eða mynd á þínum bakpoka! Eina sem þú þarft að gera er að hlaða niður appinu (IOS/Android) og tengja hleðslubankann sem fylgir með til að hefjast handa og láta fjörið byrja. Hægt er að velja úr GIF safni, setja inn texta eða mynd að eigin vali eða einfaldlega leyfa ímyndunaraflinu að ráða og teikna eitthvað skemmtilegt. Það er kominn tími til að sýna öðrum sköpunargáfuna þína!

Settu persónuleg skilaboð á bakpokann þinn

Viltu nota töskuna strax?

Viltu nota töskuna strax?

Taskan kemur fullhlaðin með 10.000 mAh hleðslubanka, sem á að veita 12 klukkustundir af fjöri. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að samstilla töskuna við snjallforritið sem gerir þér kleift að setja upp þá skjámynd sem þig langar að hafa. Besta við þetta allt er að forritið er mjög notendavænt og leiðir þig í gegnum ferlið.

Viltu senda skilaboð um næstu beygju?

Viltu senda skilaboð um næstu beygju?

Í snjallforritinu er hjólastilling sem gerir hjólreiðamönnum kleift að senda skilaboð til annarra vegfarenda þegar þeir eru á ferð með því að birta skilaboð á skjánum á töskunni. Þú getur til dæmis látið vita hvort þú sért að fara að beygja til vinstri eða hægri, ef þér finnst annar hjólreiðamaður eða bílstjóri vera of nálægt þér eða látið vita að þú sért að hleypa einhverjum framhjá þér.

Hvað er YOOMI?

YOOMI er nýlegt stolt og gleði YOOLA fyrirtækisins og nýjasta viðbótin í YOOLA fjölskylduna. Með yfir 40 ára reynslu á þessu sviði og fjölbreytt úrval af nýstárlegum og einkaleyfisskyldum vörum sem seldar eru um allan heim fannst YOOLA kominn tími til að gera eitthvað splunkunýtt og spennandi. Þeir leituðu því til ótrúlega hæfileikaríkra og framsýnna hönnuða og í samstarfi við þá varð YOOMI til.