








Lýsing
Þráðlaus tölvumús frá Kensington, hönnuð með sjálfbærni og þægindi í huga, SmartFit™ sem styður rétta, vinnuvistfræðilega stöðu og hentar frá litlum höndum til meðalstórra handa. Einstök lögun músarinnar heldur úlnliðnum í náttúrulegri stöðu, svokallaðri handabands-stöðu, svo þú þreytist síður í úlnliðnum, jafnvel þótt þú vinnir við tölvuna lengi í einu. Músin er í EQ-línu Kensington sem unnin er úr endurunnu efni, PCR, og stendur sem tákn fyrir skuldbindingu Kensington um að draga úr umhverfisáhrifum án þess að skerða gæði eða frammistöðu. Plastið í tölvumúsinni inniheldur 55% endurunnið efni, PCR. Hún er endurhlaðanleg og tengist allt að þremur virkum tækjum, tveimur í gegnum Bluetooth og einu í gegnum USB-A.
- Litur: Svartur
- Þráðlaus, Bluetooth, USB-A
- Endurhlaðanlegt batterí, 500mAh, USB- hleðslusnúra
- Hljóðlátir smellir
- 5 hnappar, DPI-hnappur
- Lóðrétt staða
- Windows, macOS, ChromeOS
- Ytra efni: Plast, inniheldur 55% endurunnið PCR
- 3ja ára framleiðsluábyrgð
- Framleiðandi: Kensington
Eiginleikar