





Lýsing
Hér gefst litlum krílum kostur á að lita án þess að allt sullist út um allt eða eitthvað verði litað sem ekki má. Með því einfaldlega að setja vatn í hólfið á pennanum og bleyta pappírinn koma myndir í ljós sem áður voru ósýnilegar.
- Myndirnar birtast þegar pappírinn blotnar
- Breiður penni tryggir að litlir fingur eiga auðvelt með að halda um hann
- 4 myndir sem hægt er að mála aftur og aftur - pappírinn þarf bara að þorna eftir fyrri notkun
- Með gormi efst þannig að hvort sem verið er að mála með vinstri eða hægri hendi er engin hætta á að gormurinn sé fyrir
- Styrkir fínhreyfingar og sjónræna úrvinnslu
- Frábær afþreying t.d. í ferðalaginu
- Fyrir 3ja ára og eldri
Framleiðandi: Melissa & Doug
Eiginleikar