Fyrir skapandi líf - A4 | A4.is

Hvetja börn til að hafa gaman

Hvetja börn til að hafa gaman

Leikfangafyrirtækið Melissa & Doug var stofnað af þeim Melissu og Doug árið 1988 sem hófu framleiðsluna í bílskúrnum heima hjá foreldrum Doug. Í dag vinna um eitt þúsund manns hjá fyrirtækinu um allan heim og vöruúrvalið spannar yfir fimm þúsund mismunandi leikföng.

Melissa og Doug hafa alla tíð lagt áherslu á að skapa leikföng með þarfir og þroska barna í huga, þar sem meðal annars er lögð áhersla á fínhreyfingar, samhæfingu augna og handa og að börnin fái tækifæri til að uppgötva ástríðu sína og tilgang með því að nota ímyndunaraflið.

Áherslan er þó fyrst og fremst lögð á að börnin hafi gaman í leiknum um leið og þau læra og þroskast.

Frjáls og opinn leikur

Frjáls og opinn leikur

Melissa og Doug leggja áherslu á að börn geti leikið sér í opnum leik þar sem:

Ímyndunaraflið fær að njóta sín. Börnin ráða reglunum og búa til aðstæður og leika eins og þau vilja sjálf. Möguleikarnir eru endalausir.

Börnin knýja leikinn áfram. Hér þarf hvorki snjallsíma né spjaldtölvu; engan skjá sem segir hvað eigi að gera og hvernig. Það þarf ekki að hlaða rafhlöðu til að leika, börnin sjá um að keyra leikinn áfram.

Þroskar og þjálfar. Börn þjálfa sköpunargleðina og sjálfstæða hugsun og læra að leysa úr vandamálum. Opinn leikur þroskar einnig félagsfærni og veitir börnunum aukið sjálfstraust.

Er skemmtilegur! Með opnum leik er allt leyfilegt. Kústur getur verið geimskip! Hárbursti getur verið hljóðnemi. Ímyndunaraflinu eru engin takmörk sett.

Sjálfbærni og gæði

Sjálfbærni og gæði

Melissa og Doug leggja mikla áherslu á sjálfbærni og að búa til tímalaus og vönduð leikföng sem muni endast um ókomin ár. Leikföngin eru með FSC®-vottun og eru framleidd úr við og pappír úr sjálfbærri skógrækt.

Í samvinnu við samtökin One Tree Planted, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni og einblína á endurskógrækt, hefur fyrirtækið gefið það loforð að vera búið að planta
10 milljón trjám árið 2030.

Leikföng fyrir ólíkar þarfir barnanna

Leikföng fyrir ólíkar þarfir barnanna

Öll börn eru einstök og líkamlegur, vitsmunalegur og félagslegur þroski þeirra gerist á mismunandi hraða hjá hverju og einu þeirra. Þetta vita Melissa og Doug og þau hafa því lagt mikla áherslu á að framleiða leikföng sem henta mismunandi aldri, þroskastigi og ólíkum aðferðum barnanna til að læra, frá núll til átta ára.

Hvert leikfang er hannað á skrifstofu Melissu og Doug í Connecticut í Bandaríkjunum. Gerð er frumgerð og hún betrumbætt þar til útkoman er orðin eins og þeim hjónum finnst hún eiga að vera; fullkomin.

Meðal þeirra vara sem Melissa & Doug er hvað þekktast fyrir má nefna viðarpúsl, þroskaleikföng, sett sem hægt er að nota í hlutverkaleik og ýmis fræðsluleikföng.