








Lýsing
Tengikví/dokka frá Kensington sem styður allt að þrjá skjái, 1080p@120Hz, í gegnum DP og HDMI. Fyrir hámarksupplausn þurfa tölvan (DSC), dokkan, skjárinn og fartölvan að styðja DSC v1.2. Einfalt að tengja, þarf ekki niðurhal á forriti eða neitt slíkt. Styður allt að 100W fartölvuhleðslu með einfaldri GaN-tækni og heldur áfram að hlaða tengd tæki þótt hýsitölvan sé tekin úr sambandi. Tengikvíin er í EQ-línu Kensington sem unnin er úr endurunnu efni, PCR, og stendur sem tákn fyrir skuldbindingu Kensington um að draga úr umhverfisáhrifum án þess að skerða gæði eða frammistöðu. Plastið í tengikvínni inniheldur 73% endurunnið efni, PCR. Hér er hægt að lesa meira um dokkuna á heimasíðu Kensington.
- Litur: Svartur
- 2 USB-C 3.2 Gen2 (5V/3A)
- 3 USB-A 3.2 Gen2 (5V/0.9A)
- 1 Gb Ethernet-tengi
- 1 combo hljóðtengi
- Thunderbolt 4, Thunderbolt 3, USB4, USB-C
- Windows 10 eða nýrra
- Styður allt að 100W fartölvuhleðslu með einfaldri GaN-tækni
- 3ja ára framleiðsluábyrgð
- Framleiðandi: Kensington
Eiginleikar