Lýsing
Hér ferðu í gegnum völundarhúsið með Pikachu, Squirtle, Charmander eða Bulbasaur til að finna Evee, Gengar og fleiri! Skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna þar sem leikmenn reyna að koma peðunum sínum í gegnum völundarhúsið til að finna hluti sem þar leynast. Þegar leikmaður á að gera fær hann eina flís til að setja í völundarhúsið og reynir að smíða leið fyrir sitt peð til að komast að þeim hlut sem hann ætlar að ná í. Hann má hreyfa peðið eins langt og það kemst að hlutnum. Þá á næsti leikmaður að gera. Hann tekur flísina sem féll af borðinu þegar leikmaðurinn á undan átti leik og svona gengur þetta koll af kolli. Sá leikmaður sigrar sem fyrstur safnar öllum sínum hlutum og kemst aftur á byrjunarreit. Íslenskar leiðbeiningar fylgja.
- Fyrir 7 ára og eldri
- Leikmenn: 2-4
- Spilatími: 20 mínútur
- CE-merkt
- Höfundur: Max J. Kobbert
- Merki: Barnaspil, verðlaunaspil, fjölskylduspil, möndlugjöf, frístund
- Íslenskar leiðbeiningar fylgja
- Haldið fjarri börnum 3ja ára og yngri
- Framleiðandi: Ravensburger
Eiginleikar