Lyklaborð með snúru Kensington KB100 EQ | A4.is

Nýtt

Lyklaborð með snúru Kensington KB100 EQ

ACK63727PN

Kensington

Vandað og traust lyklaborð frá Kensington, með snúru, hannað með sjálfbærni og þægindi í huga. Lyklaborðið er í EQ-línu Kensington sem unnin er úr endurunnu efni, PCR, og stendur sem tákn fyrir skuldbindingu Kensington um að draga úr umhverfisáhrifum án þess að skerða gæði eða frammistöðu. Ytra efni í lyklaborðinu er úr plasti og inniheldur 73% endurunnið efni, PCR. Það er hulið himnu sem verndar innri hlutann gegn vökva svo vatn, kaffi og annar vökvi á ekki greiða leið þangað inn. Lyklaborðið er með talnaborð hægra megin og hentar frábærlega fyrir þau sem nota gömlu góðu fingrasetninguna.


  • Litur: Svartur
  • Stærð: 445 x 23 x 147 mm
  • Þyngd: 511 g
  • USB-A
  • Windows 7 eða nýrra, macOS 10.14 eða nýrra
  • Ytra efni: Plast úr 65% endurunnu PCR
  • Vottanir: CE, FCC, UKCA, IC, RCM
  • 3ja ára framleiðsluábyrgð
  • Framleiðandi: Kensington