heimaskrifstofa | A4.is

Skilgreint vinnusvæði

Grundvallar atriði við að vinna heima er vinnusvæðið og aðstæður starfsfólks. Við bjóðum upp á vörur sem hjálpa þér að skapa þitt eigið vinnurými, þar sem þú getur lagt frá þér vinnuna í loks dags.

Það standa margir frammi fyrir því að vera ekki með aðstöðu heima fyrir, en þurfa að vinna heima. Sumir eru heppnir og eru með skrifstofu heima við en margir þurfa að vinna á eldhúsborðinu. Hvað gerist þegar klukkan er orðin fjögur og fjölskyldulífið á að taka við? Þá viltu ekki vera með vinnuna úti um allt heima hjá þér. Þá er gott að geta tekið dótið til hliðar, sett í bakka og hann upp í hillu.

Mikilvægt er fyrir fólk að viðhalda sinni rútínu eftir fremsta megni. Vera með skilgreint vinnusvæði, vakna og klæða sig í vinnufötin, setja jafnvel á sig varalit og/eða vax í hárið ef það er vaninn. Þegar sest er niður á ákveðið svæði og þá er viðkomandi kominn í vinnuna og tilbúin að tækla vinnudaginn.

Það getur verið krefjandi að sameina vinnu og heimili en það eru nokkur atriði sem gera okkur enn fremur kleift að takast á við þær áskoranir. Okkur skortir aðstöðu, plássið er minna og við höfum ekki það sama við höndina og á vinnustaðnum.

Fjögur atriði er vert að hafa í huga þegar vinnan færist inn á heimilið:

  1. Vera með vinnusvæði
  2. Hafa verkefnalista
  3. Skipuleggja vinnudaginn
  4. Vera í góðu sambandi

Skýr skil milli einkalífs og vinnu

Skýr skil milli einkalífs og vinnu

Á tímum sem þessum er áríðandi að hugsa vel um sjálfan sig og aðra, bæði andlega og líkamlega. Brjótum upp daginn, förum í stutta göngutúra og fáum okkur ferskt loft. Það er ekki öllum gefið að vinna heima hjá sér í lengri tíma og við viljum ekki að heimilið verði vinnustaður allan sólarhringinn. Þegar þú missir þennan verknað, að fara heim eftir vinnu og setjast upp í bílinn til að keyra heim, þá glatarðu þessum mörkum sem skilja að vinnu og einkalíf og það getur verið erfitt að sleppa vinnunni. Það getur því reynst mörgum hægara sagt en gert að ljúka vinnudeginum. Fólk stendur upp frá tölvunni á matarborðinu þegar klukkan er orðin fimm og færir sig tvo metra til að undirbúa kvöldmatinn. Í stað þess að ýta dótinu bara til hliðar og koma fjölskyldunni fyrir við matarborðið er betra að setja vinnudótið í bakka og upp í hillu.