SmartFit® kerfið gerir þér kleift að aðlaga vinnuaðstöðuna og gera hana rétta fyrir þína líkamsbyggingu. Aðferðin er mjög einföld og hentar kerfið vel í opin vinnurými og á heimaskrifstofuna. Þú einfaldlega mælir lófann á lófakorti og stillir á þann lit sem þú færð.
Mældu höndina þína
SmartFit® kerfið er byggt á stórri úrtakskönnun þar sem tekið voru saman upplýsingar um þúsundir einstaklinga. Niðurstaðan var að líkamsbygging fólks er beintengd stærð handar og hægt var að flokka þær í 4 grunnstærðir og var hver stærð pöruð við litahóp. Oftast er notað við stærð á hönd, en einnig er í boði að nota hæð einstaklings.
Notaðu hæð þína til að finna réttan lit
Vellíðan í vinnu
Auðveldara er að einbeita sér í vinnu og eykur það afköst þegar líkamsstaðan er rétt og þægileg og vinnan er beint fyrir framan þig. Kensington hjálpar til við að halda augum í réttri línu við skjái og úlnliðum í réttri líkamsstöðu, og styðja vel við mjaðmir, fótleggi og ökkla. Þannig er hægt að auka vellíðan og almenna heilsu, og stuðla að bestu mögulegu vellíðan og frammistöðu á skrifstofunni og utan hennar.