Skjástandar | A4.is

TWIST standar fyrir snjallsíma og spjaldtölvur

Ótakmarkaður sveigjanleiki – heima og á ferðinni

 

Það getur valdið miklu álagi á hálsvöðvana að líta niður á síma- eða spjaldtölvuskjáinn við áhorf en með því að setja snjalltækið á stand í augnhæð er hægt að koma í veg fyrir slíkt álag. Hvort sem þú ert til dæmis að horfa á uppáhaldsþáttinn þinn eða bíómynd, spjalla við mömmu í myndsímtali, fylgjast með nýjasta æðinu á TikTok eða búa til efni fyrir samfélagsmiðla, er síminn eða spjaldtölvan í öruggum höndum á standinum, í sjónhæð og þú með hendurnar frjálsar. Og hálsvöðvarnir fá hvíld.

Við bjóðum upp á tvenns konar standa frá Durable. Annar standurinn er borðstandur á meðan hinn stendur á gólfi. Báðir standarnir eru fyrir snjallsíma og spjaldtölvur frá 4,7" til 13" og upp í 800 g. Þeir eru auk þess stillanlegir þannig að þú getur snúið skjánum eins og hentar þér og á þeim er op fyrir hleðslusnúru svo hægt er að hafa tækið í hleðslu á meðan það er á standinum.

Það er líka frábært að hafa standinn meðferðis á ferðalaginu og gólfstandinum fylgir taska svo það er auðvelt að fara með hann á milli staða.

Kíktu á standana og nánari uppýsingar um þá í vefverslun okkar eða næstu A4 verslun.

Image of product image 0
8.290 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
4.990 kr
  • Vefur
  • Verslanir