Hitster Rock - frábært tónlistarspil | A4.is

Hver er tónlistarsnillingurinn í hópnum?

Hver er tónlistarsnillingurinn í hópnum?

Hitster Rock er frábært tónlistarspil sem allir geta spilað; líka þeir sem segjast ekki hafa neitt vit á tónlist! Hér þarf bara að giska á hvort lagið var gefið út á undan eða eftir lögunum sem búið er að raða á tímalínuna hjá viðkomandi leikmanni. Hitster Rock er þriðja útgáfan af þessu skemmtilega tónlistarspili en þær fyrri, Hitster og Smellur, hafa notið mikilla vinsælda. Hægt er að blanda spilunum saman til að gera leikinn enn skemmtilegri og meira spennandi.

Um spilið

Um spilið

Markmiðið er að raða sem flestum lögum á tímalínuna; hver leikmaður fær spjald með QR-kóða öðrum megin sem er skannaður til að spila lag í gegnum Hitster-appið. Leikmaðurinn stillir spjaldinu upp á tímalínuna sína og snýr síðan spilinu við til að sjá rétt ártal. Ef hann setti lagið á réttan stað á tímalínunni fær hann að halda spilinu. Sá vinnur sem er fyrstur til að ná 10 spilum í réttri röð. Svo má auðvitað breyta fyrirkomulaginu að vild, til dæmis þannig að leikmenn verði líka að giska á flytjendur og titla laganna eða nota sérstök Hitster-spil.

Fyrir 14 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-10
Spilatími: 30-60 mínútur
Yfir 300 rokkslagarar sem koma stuðinu í gang
Hitster-appið er ókeypis í App Store og Google Play