Mjúkar jólakúlur | A4.is

Mjúkar jólakúlur

Mjúkar jólakúlur

Þessar mjúku jólakúlur er einfalt að föndra; þær eru fallegar á jólatréð og það er engin hætta á að þær brotni ef þær detta á gólfið sem getur hentað vel á líflegum heimilum.

Það sem þarf er:

Dúskar

Vattkúlur

Skrautlengja

Borði eða snúra

Límbyssa

Aðferð:

Aðferð:

1. Búið til lykkju úr borðanum eða snúrunni til að gera upphengju

2. Límið upphengjuna á vattkúlu með límbyssu

3. Límið dúska á vattkúlu með límbyssu og þekið hana alveg með dúskum

4. Klippið lítinn bút af skrautlengjunni og vefjið utan um upphengjuna