Lýsing
Þessi skemmtilega, flotta og sterkbyggða ferðataska gerir ferðalagið fyrir litla krílið miklu skemmtilegra! Nú er ekkert mál að bíða í röð á flugvellinum því það er einfaldlega hægt að fá sér sæti ofan á töskunni. Svo er hún bara dregin áfram og farþeginn með þegar litlir fætur eru orðnir lúnir. Stærð töskunnar hentar í handfarangur en gott er að kynna sér leyfilega stærð á handfarangri hjá viðkomandi flugfélagi.
- Litur: Tiger Toby
- Stærð: 38 x 52 x 21 cm
- Tekur 30 lítra
- Þyngd: 2,10 kíló
- Hámarksþyngd: 50 kíló
- 4 hjól
- Ólar að innanverðu í öðru hólfinu sem halda farangrinum á sínum stað
- Töskunni er lokað með smellum
- Merkimiði
- Efni: Polypropylene
- 5 ára framleiðsluábyrgð
- Framleiðandi: Samsonite
Eiginleikar