




Lýsing
Smartfit™ frá Kensington er fartölvustandur sem gerir þér kleift að velja ákjósanlega hæðarstillingu fyrir fartölvuna með því að nota SmartFit töfluna. Standurinn er í SmartFit™-línunni frá Kensington sem hönnuð er út frá vinnuvistfræðilegu sjónarmiði og byggist á litakóðuðu leiðbeiningakerfi sem tryggir rétta stillingu fyrir viðkomandi notanda og styður rétt, vinnuvistfræðilegt sjónarhorn í augnhæð, sem og betri stöðu á hálsi og öxlum. Með því að lyfta fartölvunni er um leið verið að draga úr álagi á rafhlöðuna þar sem loftflæðið verður betra og rafhlaðan endist lengur. Sílíkontappar halda standinum á sínum stað og koma í veg fyrir að tölvan renni til. Standurinn er með festingu fyrir tengikví/dokku sem hentar t.d. frábærlega þar sem pláss er af skornum skammti. Einnig eru festingar fyrir snúrur undir efri hluta standsins svo það er auðvelt að halda vinnuumhverfinu snyrtilegu.
- Litur: Svartur
- Fyrir fartölvur allt að 15,6"
- 4 hæðarstillingar
- Með festingu fyrir dokku/tengikví
- Með festingum fyrir snúrur
- 3ja ára framleiðsluábyrgð
- Framleiðandi: Kensington
Eiginleikar