Nýtt
Lýsing
Smartfit™ Easy Riser™ frá Kensington er léttur fartölvustandur sem gerir þér kleift að velja ákjósanlega hæðarstillingu fyrir fartölvuna með því að nota SmartFit töfluna. Standurinn er í SmartFit™-línunni frá Kensington sem hönnuð er út frá vinnuvistfræðilegu sjónarmiði og byggist á litakóðuðu leiðbeiningakerfi sem tryggir rétta stillingu fyrir viðkomandi notanda og styður rétt, vinnuvistfræðilegt sjónarhorn í augnhæð, sem og betri stöðu á hálsi og öxlum. Með því að lyfta fartölvunni er um leið verið að draga úr álagi á rafhlöðuna þar sem loftflæðið verður betra og rafhlaðan endist lengur. Sílíkontappar halda standinum á sínum stað og koma í veg fyrir að tölvan renni til. Hægt er að leggja standinn alveg saman svo það er einfalt og þægilegt að taka hann með á milli staða og í ferðalagið.
- Litur: Grár
- Fyrir fartölvur allt að 14"
- Ekki fyrir spjaldtölvur
- Stillanleg hæð allt að 215 mm
- Hægt að leggja alveg saman
- 2ja ára framleiðsluábyrgð
- Framleiðandi: Kensington
Eiginleikar