Ferðatöskur fyrir börn
Leyfum börnunum að hafa eigin ferðatösku. Það gerir ferðalagið auðveldara og enn skemmtilegra. Leyndarmálið er að finna ferðatösku sem barnið er ánægt með og tekur þá ekki annað í mál en að vera með eigin tösku.
A4 býður upp á frábærar ferðatöskur fyrir börn, sem eru ótrúlega sniðugar og gera allt ferðalagið ánægjulegra. Allt í einu er bið á flugvöllum orðin skemmtileg! Ef barnið er orðið þreytt er hægt að leyfa því að tylla sér ofan á töskuna og jafnvel draga það varlega áfram svo þreyttir fætur fái dálitla hvíld. Til eru töskur sem passa í handfarangur. Einnig eru í boði hefðbundnir bakpokar sem passa undir allt það sem lítið kríli þarf og vill hafa meðferðis á ferðalaginu.