Zen Pod fundar- og næðisrými fyrir 1-2 | A4.is

Zen Pod fundar- og næðisrými fyrir 1-2

ABSZENPODMEDIUM

Zen Pod – „An Acoustic Oasis“

Zen Pod eru lítil, hljóðlát herbergi en eru meira en bara athvarf, staður til að ná andanum. Meira en bara friður og ró.
Þetta er rými sem hægt er að njóta — glæsilega og smekklega hönnuð með því að nota falleg efni eins og við og ull ásamt gleri, ál og stál.

Zen Pod er fáanlegur í tveimur búnaðarútgáfum: „Advanced“ og „Essential“.
Zen Pod kemur í þremur stærðum:
1 manns síma- eða næðisklefi. Stærð 1200x1200 mm og hæð klefans er 2310 mm.
1-2 manna fundar- eða næðisrými. Stærð 1200x2320 mm og hæð rýmisins er 2310 mm.
2-4 manna fundar- eða næðisrými. Stærð 2320x2320 mm og hæð rýmisins er 2310 mm.
Rýmin eru auðveld í uppsetningu og notkun og eru hönnuð til að falla inn í umhverfið.
Hagkvæm og falleg hönnunin er innblásin af japönskum hönnunarstíl.
Hannað með nákvæmri athygli fyrir smáatriðum sem og heildarútliti.

Hljóðlát viftan er staðsett í loftinu við hliðina á lýsingunni, þannig að hún sést varla.
Veldu á milli tveggja mismunandi búnaðarpakka og þriggja mismunandi innréttingarpakka sem standa til boða sem valkostir.
Loftræsting, LED-lýsing og rafmagnsinnstungur (230V) og stýringar eru innifalin.
Símaklefi kemur með borðplötu.

Vottun: Hljóðeinangrun Class A í samræmi við ISO 23351.

Hönnuður: Staffan Holm
Framleiðandi: Abstracta
Ábyrgð: 5 ár gegn framleiðslugöllum

Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 til að fá nánari upplýsingar eða sendu okkur línu á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.