Zauberberg fjölskylduspil | A4.is

Zauberberg fjölskylduspil

SPI4007396020502

Skemmtilegt spil sem fjölskyldan getur spilað saman. Hér reyna leikmenn að koma lærlingum galdrakarlsins niður fjallshlíð á undan nornunum. Hljómar einfalt en töfrakúlur koma líka við sögu sem geta gert lærlingunum erfitt fyrir og auðvitað eru nornirnar heldur leiðinlegar.


  • Fyrir 5 ára og eldri
  • Fjöldi leikmanna: 1-4
  • Spilatími: U.þ.b. 15 mínútur


Aðferð: Setjið 6 lærlinga efst í hlíðina og 4 nornir neðar á stígnum. Setjið 5 litaðar töfrakúlur í pokann. Sá leikmaður sem á leik dregur eina kúlu úr pokanum, setur hana efst í eina af sex rásunum efst á fjallinu og sleppir svo. Ef kúlan lendir á lærlingi eða norn er fígúran færð niður stíginn og að næsta reit sem er í sama lit og kúlan. Þetta þarf að gerast hratt ef verið er að færa lærling því kúlan gæti hitt hann aftur neðar á stígnum. Hins vegar er betra að flýta sér hægt ef verið er að færa norn því það borgar sig ekki að láta hana fara hratt niður. Ef kúlan hittir enga fígúru þarf að færa eina norn niður á næsta reit á stígnum. Þegar allar kúlurnar eru búnar eru þær settar aftur í pokann og byrjað upp á nýtt. Ef allir fjórir lærlingarnir ná að komast niður að fjallsrótum áður en þrjár nornir komast þangað þá er sigurinn unninn!


Hægt er að gera leikinn aðeins erfiðari með því að hafa fleiri lærlinga eða færri nornir eða keppa í tveimur liðum, lærlingar á móti nornir, um að koma fjórum fígúrum niður fjallið á undan hinum