Wybelt confetti plastkollur | A4.is

Wybelt confetti plastkollur

EROWYBELTCON

Eromesmarko framleiðir skólahúsgögn í samræmið við EN-1729.


Wybelt frá Eromesmarko getur þú skoðað og prófað í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17.

Wybelt er fallegur setkollur með frábæra sögu en Wybelt er búinn til úr notuðu plastefni.

Þetta þýðir að plastleifar eða endurunnin plastefni eru notuð til að búa til skemmtilegan setkoll.


Staðlaða útgáfan er gerð með því að endurnýta plast neytanda og koma í veg fyrir sóun.

Wybelt er hægt að endurvinna nánast óendanlega mikið án þess að tapa gæðum plastins sem þýðir 100% hringrás.

Wybelt er hægt að nota á báðum hliðum, svo allir geta sjálfir ákveðið hvort hann eða hún vill ruggast til eða ekki.


Hægt er að fá þrennskonar útgáfur af Wybelt:

Staðlaða útgáfan er eingöngu unninn úr endurunnu plasti og er dökkgrár.

Elephant útgáfan er grænbrún á lit en þar er fílagrasi bætt í plastblönduna til að fá litabrigði. Lágmarkspöntun 20 stk.

Pappírs útgáfan er marglit hvít útgáfa en þar er tættum pappír bætt í plastblönduna til að fá litabrigði. Lágmarkspöntun er 20 stk.


Eromesmarko er FSC og PEFC vottað fyrirtæki (FSC-A000507)

Eromesmarko er ISO 14001 og ISO 9001 vottað fyrirtæki


Framleiðandi: Eromesmarko

Ábyrgð: 3 ár gegn framleiðslugöllum


Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 og prófaðu vöruna og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.