WHO DID IT? HVER GERÐI ÞAÐ ? | A4.is

WHO DID IT? HVER GERÐI ÞAÐ ?

Who did it? Hver gerði það ?

  • Aldur: 6 ára og eldri
  • Fjöldi: 3-6 leikmenn
  • Leiktími: 15 mín.

Upplýsingar.

„Það var EKKI páfagaukurinn minn sem kúkaði á gólfið í stofunni, en ég held það hafi verið köttur“

Sem stoltur eigandi lítillar sætar kanínu, þá þarftu að hreinsa nafn hennar sem fyrst og koma sökinni á eitthvað annað gæludýr.

Það mun reyna á minni þitt og viðbragð, annars gætir þú reynt að koma sökinni á gæludýr sem búið er að sanna sakleysi. Þá verður þú að hreinsa gólfið.

Innihald

  • 36 spil (6 dýr í 6 litum)
  • 13 kúkatákn

Markmið spilsins

Eitthvert gæludýranna er búið að kúka á stofugólfið. Það hlýtur að vera eitthvert þinna gæludýra, eða gæludýr sem annar leikmaður á.

En hvaða gæludýr?

Þú þarft að verja öll 6 gæludýrin þín með því að losna við spilin af hendi. Finndu rétta dýraspilið um leið og dýrið er ásakað, skelltu dýrinu á bunkann og ásakaðu annað dýr. Til að forðast að gæludýrið þitt sé sökudólgurinn þarftu að bregðast hratt við og muna sakleysi hvaða dýra er þegar búið að sanna.

Í hverri umferð þarf eigandi seka dýrsins að taka eitt kúkatákn. Þegar spilinu lýkur vinnur leikmaðurinn sem er með fæst kúkatákn.

Uppsetning

Hver leikmaður velur sér lit og fær spilin 6 sem eru í sama lit á hendi.

Taktu kúkatáknin úr pokanum og settu þau til hliðar; þau eru notuð til að halda utan um hver er sekur í hverri umferð.

Þið eruð nú tilbúin til að finna út hver kúkaði á gólfið!

Gangur spilsins

Yngsti leikmaðurinn byrjar spilið með því að leggja niður eitthvert gæludýranna sinna á mitt borðið og segja til dæmis:

„Það var EKKI skjaldbakan mín sem kúkaði á gólfið í stofunni, en ég held það hafi verið hamstur!“

Nú þurfa aðrir leikmenn að finna hamsturinn sinn og vera fyrstir til að setja hann efst á bunkann. Sá  sem það gerir má núna koma sökinni á annað dýr, til dæmis:

„Það var EKKI hamsturinn minn sem kúkaði á gólfið í stofunni, en ég held það hafi verið fiskur!“

Nú þurfa aðrir leikmenn að finna fiskinn sinn, vera fyrstir til að setja hann efst á bunkann, og koma sökinni á annað dýr.

MIKILVÆGT: Leikmaðurinn sem var að ásaka nýtt dýr má ekki setja dýr í binkann í þeirri umferð.

Spilið heldur áfram þar til hið seka gæludýr er fundið. (Sjá Lok umferðar).

Ef leikmaður setur síðasta spilið sitt í bunkann og tekst að koma sökinni á annað dýr, þá heldur spilið áfram án hans út þessa umferð; öll dýrin hans voru saklaus. En hvað hann er góður gæludýraeigandi!

Athugið: Þú mátt bjarga gæludýrinu þínu frá ásökun, og ásaka sömu gæludýrategund í kjölfarið. Til dæmis:

„Það var EKKI kötturinn minn sem kúkaði á gólfið í stofunni, en ég held það hafi verið annar köttur!“

Lok umferðar

Umferðinni lýkur þegar dýr er sekt fundið. Dýr er sekt þegar eiganda þess mistekst að kenna gæludýri annars leikmanns. Það eru tvær leiðir þangað:

Leið 1

Ef leikmaður reynir að koma sökinni á annað dýr, en enginn hinna leikmannanna á slíkt dýr (því þau hafa öll afsannað sekt sinna dýra), þá er engu öðru dýri um að kenna en því sem var síðast spilað út! Leikmenn sýna hönd sína sem sönnunargagn og eigandi seka gæludýrsins fær kúkatákn að launum.

Leið 2

Þegar aðeins einn leikmaður á eitt eða fleiri dýraspil á hendi (því aðrir hafa losað sig við sín spil), þá á sá leikmaður seka gæludýrið því ekki er hægt að koma sökinni á neitt annað dýr. Sá fær því kúkatákn að launum.

Lok spilsins

Þegar einn leikmaður er kominn með þrjú kúkatákn, þá lýkur spilinu.

En hvað þetta er slæmur gæludýraeigandi!

Leikmaðurinn sem er með fæst kúkatákn vinnur spilið.

Ef það er jafntefli, þá deila leikmenn sigrinum!

Góða skemmtun!