• Fyrir skapandi líf
  • Allar vörur

USB hleðslutæki
Falleg og frumleg hönnunarvara með háhraða hleðslu

Tækni skipar stóran þátt í lífi okkar. Usbepower er franskt fyrirtæki sem leggur áherslu á hönnun og gæði í tæknivörum, innblásið af þeim miklu áhrifum sem tæknin hefur á líf okkar allra. Útkoman er einstök stílhrein og hagnýt hönnun sem ætlað er að breyta sambandi okkar við tæknina sem við notum á hverjum degi.

Usbepower vörurnar bjóða upp á hraða hleðslu og fjölbreytta tengimöguleika. Með því að sameina notagildi og fallega hönnun fara vegghleðslur, hleðslubankar, fjöltengi og kaplar úr því að vera einfaldur tæknibúnaður yfir í það að vera frumleg hönnunarvara með einstökum eiginleikum og háhraða hleðslu.

ICON hleðslukubbur

Icon hleðslukubburinn frá usbepower svarar þörfum þeirra sem vilja hraðari hleðslu en spara pláss. Falleg og fáguð hönnunin sómir sér vel hvar sem er - heima fyrir, á skrifstofunni eða hótelherberginu.

Hægt er að hlaða sex tæki í einu u.þ.b. þrisvar sinnum hraðar en með hefðbundnum hleðslukubbi. Icon styður Apple og Android vörur.

CUBO hleðslukubbur

Cubo hleðslukubburinn frá usbepower er nettur en öflugur, fallega hannaður og honum er ætlað að láta hleðsluna ganga hratt fyrir sig. Hann er þráðlaus og þess vegna getur þú hlaðið snjallsímann og þráðlausu heyrnartólin hvar sem er og hvenær sem er. Hleðslan á kubbnum endist í allt að 20 klukkutíma, háð því hvað er verið að hlaða.

Þú getur hlaðið símann eða heyrnartólin með því einfaldlega að leggja tækið ofan á kubbinn en þú getur líka hlaðið hvort tveggja á sama tíma með hleðslusnúrunum. Cubo hleðslukubburinn styður Apple og Android vörur.

 

 

COSMO hleðslukapall

COSMO hleðslukapallinn frá usbepower með snúruhaldara hleður og samræmir tækin þín hratt og örugglega. Snúran er tvöföld og 1,2 m á lengd en snúruhaldarinn rúllar snúrunni upp og gerir þér auðvelt fyrir að stjórna lengdinni og gæta þess að snúran fari ekki í flækju.

COSMO kapallinn er fyrir öll Apple tæki og hefur fengið vottun frá Apple. 

Mynd