• Fyrir skapandi líf
  • Allar vörur

OWA - Minnkaðu umhverfissporið þitt

Nýlega hófum við samstarf með OWA Armor og erum við mjög stolt af því samstarfi. Til að byrja með verður hægt að kaupa dufthylkin í vefverslun okkar og verslunum.

Sérstaða OWA er að vera með endurvinnanleg dufthylki sem minnka umhverfisspor fyrirtækja en auk þess að vera umhverfisvæn eru dufthylkin almennt 30% ódýrari en önnur hylki á markaðinum. Eftir notkun er hægt að skila hylkjunum í verslanir okkar um allt land og við sjáum til þess að þau fari í rétta hringrás hjá OWA. Framtíðarsýn okkar er að starfsmaður frá okkur nálgist hylkin til fyrirtækja og þannig minnki umhverfisspor fyrirtækja á Íslandi.

Sjá vöruúrval

Engu hent - allt notað

Armor stendur framarlega þegar kemur að framleiðslu dufthylkja og hefur þá sérstöðu að bjóða upp á endurvinnanleg – og endurunnin – dufthylki sem minnka umhverfisspor fyrirtækja. Endurunnu OWA hylkin eru samkeppnishæf við eldri tegundir dufthylkja bæði hvað varðar prentgæði og afköst og eru þar að auki umhverfisvæn þar sem gömul hylki eru notuð til að búa til ný. Allt er nýtt og engu hent.

Mynd

Hvers vegna að velja OWA?

Með því að nota OWA dufthylkin getur fyrirtækið þitt sparað að meðaltali allt að 30% á ári. Auk þess leggur það lóð á vogarskálarnar í umhverfisvernd með því að nota OWA og sýnir fram á mikilvægi þess að gera eitthvað í málunum og sýna gott fordæmi.

OWA endurframleiðir dufthylki og tryggir að þau séu endurunnin á réttan hátt sem hefur minni áhrif á umhverfið.

Notuðum hylkjum er safnað saman og þau fá framhaldslíf, annaðhvort sem endurframleidd dufthylki eða nýjar vörur sem búnar eru til úr þeim íhlutum sem ekki var hægt að nýta í hylki.

Það er ódýrara að endurvinna dufthylki heldur en að búa til nýtt frá grunni. Það kallar á minni orku og hráefnin eru þegar til staðar.

Með OWA ertu bæði að fá lægsta mögulega framleiðslukostnað og að hugsa um umhverfið. Vertu hluti af hringrásarhagkerfinu og veldu OWA!

Spurt og svarið:

Passa OWA tónerar í alla prentara og fara þeir nokkuð illa með þá?

  •  Armor framleiðir og selur aðeins endurframleidda tónera. Allar vörur OWA armor eru prófaðar og tryggðar í samræmi við ISO staðla sem OEM's nota til að mæla fjölda síðna. Þú ættir því að finna OWA tóner fyrir þinn prentara.

Skemmir OWA tónerinn tromluna á prentaranum?

  • OWA tónerar eru endurframleiddir tónerar og er í raun upprunalegir tónerar, en endurnýttir. Endurframleiddu tónerarnir OWA standast ströng gæða- og umhverfisviðmið. OWA Armor veitir 100% ábyrgð á tónerum og prenturum.
Mynd