Labyrinth Disney 100 ára afmælisútgáfa | A4.is

Labyrinth Disney 100 ára afmælisútgáfa

RAV275397

Falleg útgáfa af hinu vinsæla Labyrinth-spili frá Ravensburger, sem gefin var út í tilefni af 100 ára afmæi Disney. Hér ferðu í gegnum glitrandi völundarhús og reynir að finna vinsælar Disney-karaktera. Nærð þú að verða fyrsti leikmaðurinn til að safna öllum Disney-vinum þínum svo gleðin geti byrjað? Skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna þar sem leikmenn reyna að koma peðunum sínum í gegnum völundarhúsið til að finna Disney-söguhetjur sem þar leynast. Þegar leikmaður á að gera fær hann eina flís til að setja í völundarhúsið og reynir að smíða leið fyrir sitt peð til að komast að þeirri Disney-persónu sem hann ætlar að ná í. Hann má hreyfa peðið eins langt og það kemst. Þá á næsti leikmaður að gera. Hann tekur flísina sem féll af borðinu þegar leikmaðurinn á undan átti leik og svona gengur þetta koll af kolli. Sá leikmaður sigrar sem fyrstur safnar öllum sínum Disney-hetjum og kemst aftur á byrjunarreit.


  • Fyrir 7 ára og eldri
  • Leikmenn: 2-4
  • Spilatími: 20 mínútur
  • CE-merkt
  • Merki: Barnaspil, fjölskylduspil, frístund
  • Haldið fjarri börnum 3ja ára og yngri
  • Framleiðandi: Ravensburger