Talk-Tracker talriti. Lýsing: Talritinn hentar vel til að fylgjast með samræðum barna. Hann er auðveldur í notkun og hægt að staðsetja hann í barnahópnum miðjum til að taka upp samtöl. Talritinn er frábært tæki fyrir skólastofuna, veitir kennaranum aukið frelsi og geymir óþvingað tal barna. - Spilið efnið beint af tækinu eða halið það niður um USB - Innbyggt lithium rafhlaða sem hægt er að endurhlaða um USB - Tekur upp 4 klst. hljóðefni Ath. upplýsið börnin ætíð um upptökur áður en þær hefjast. Innan skóla nýtist talritinn m.a. í hlutverkaleikjum, rökræðum og tungumálanámi. Aldur: 3-11 ára. Námsgreinar: Tungumál, Upplýsinga- og tölvutækni o.fl. Talk-Tracer var tilnefndur til ERA verðlauna árið 2011. Framleiðandi: TTS-Group.