Vika skilrúm með eða án ljóss, 1180x1540x231 mm
ABSVEFVIKGOLF
Lýsing
Vika Floor Screen
Hönnuður: Khodi Feiz
Í samvinnu við hönnuðinn Khodi Feiz, tekur Abstracta nýja nálgun á hljóðeinangrun - sem miðar að því að skapa friðsælt andrúmsloft. Útkoman er Vika, gólfskilrúm sem er skúlptúr líkastur og sendir frá sér umhverfislýsingu á sama tíma og skilrúmið hefur áhrif á bæði lágtíðni og hátíðni hávaða. „Þetta er önnur leið til að hugsa um hljóð og ljós,“ segir Feiz.
Khodi Feiz býr og vinnur í Amsterdam. Hönnunartjáning hans er lífræn, einföld, áþreifanleg og mannleg. Verk hans hafa í grundvallaratriðum umhverfisvæn gæði sem grípa augað og fær þig til að vilja ná til þeirra og snerta þau.
Tvær stærðir eru í boði af Vika Floor Screen og hægt að velja með ljósi eða án ljóss.
Stærðir: 1180x1540x231 (BxHxD) og 427x1540x231 (BxHxD).
4 litir eru í boði af Texfel áklæði.
Um ljósabúnaðinn: Lýsing samanstendur af 12V plast LED rörum, 150 cm að lengd, með afköst upp á 14,4 W/m og lithitastig 2700 K. Dali stýring er fáanleg sé þess óskað. 3 m. rafmagnssnúra.
Framleiðandi: Abstracta
Ábyrgð: 5 ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum
Komdu til okkar í Skeifuna 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl
Eiginleikar