Viðbrögð A4 við Covid 19 | A4.is

Viðbrögð A4 við Covid 19

Fréttir

Image

Nú þegar alþjóðleg áhrif kórónaveirunnar (COVID-19) eru enn að koma fram leggur A4 áherslu á að tryggja heilsu og öryggi viðskiptavina okkar, starfsfólks og samfélagsins í heild. Við fylgjumst grannt með þróun mála og förum í einu og öllu að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.

Afhending vefverslun

Við höfum jafnframt tímabundið hætt afhendingu á netpöntunum frá vöruhúsi okkar að Köllunarklettsvegi 10 , við afhendum netpantanir viðskiptavina okkur nú frá verslun okkar í Skeifunni ásamt afhendingarmátum Póstins. Við mælum með að viðskiptavinir nýti sér snertilausa afhendingu sem er til dæmis póstbox.

Afgreiðslutími verslana

Afgreiðslutími verslana okkar tekur mið af þeim aðstæðum sem nú ríkja og getur tekið breytingum með litlum fyrirvara. Við munum alltaf uppfæra upplýsingar um afgreiðslutíma í verslunum okkar á A4.is og bendum viðskiptavinum okkar upplýsingasíðu okkar um afgreiðslutíma sem við uppfærum samhliða öllum breytingum.

Þrif og ráðstafanir í verslunum

Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir virði 2 metra aðskilnað og nýti sér snertilausar greiðslulausnir við afgreiðslu í verslunum okkar. Talið er inn og út úr verslunum og tryggt að aldrei séu fleiri en 50 viðskiptavinir í verslunum.

Við höfum skerpt á vinnureglum varðandi mikilvægi þess að sótthreinsa yfirborð á innkaupakerrum, vöruhillum og afgreiðslukössum.

Lögð er mikil áhersla á að starfsfólk okkar sé vel upplýst um gang mála og viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir þolinmæðina og munum kappkosta að veita eins góða þjónustu og okkur er unnt á meðan þetta ástand varir.